Forseti Íslands gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
1. gr.
2. tölul. 2. gr. laganna orðast svo: Geymslustaður er svæði eða rými þar sem ökutækjaleiga geymir skráningarskyld ökutæki.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
- Í stað orðanna „hafa fasta starfsstöð“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: geyma skráningarskyld ökutæki.
- Í stað orðsins „ökutækjaleigu“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: geymslustaðar.
- Orðið „hennar“ í 2. málsl. 2. mgr. fellur brott.
- 5. mgr. orðast svo:
Ökutækjaleiga skal hafa geymslustað þar sem skráningarskyld ökutæki eru geymd. Ökutækjaleiga getur á grundvelli starfsleyfis haft geymslustaði í fleiri en einu sveitarfélagi og skal hún þá tilkynna Samgöngustofu um geymslustaðina, auk þess sem jákvæð umsögn sveitarstjórnar skal liggja fyrir.
- Orðin „en leyfishafi skal þó alltaf hafa fasta starfsstöð“ í 1. málsl. 6. mgr. falla brott.
3. gr.
Í stað orðanna „umsækjandi eða forsvarsmaður“ í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: umsækjandi og/eða forsvarsmaður.
4. gr.
8. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
Leyfisbréf skal vera sýnilegt á vefsíðu leyfishafa eða aðgengilegt leigutaka með öðrum hætti.
5. gr.
6. mgr. 9. gr. laganna orðast svo:
Leyfisbréf skal vera sýnilegt á vefsíðu leyfishafa eða aðgengilegt leigutaka með öðrum hætti.
6. gr.
Í stað orðanna „leyfishafi eða forsvarsmaður“ tvívegis í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: leyfishafi og/eða forsvarsmaður.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 12. gr. laganna:
- 1. tölul. fellur brott.
- Í stað orðanna „starfsstöð eða útibú“ í 2. tölul. kemur: starfsemi.
- 9. tölul. orðast svo: 8. mgr. 6. gr. um skyldu til að hafa leyfisbréf sýnilegt á vefsíðu leyfishafa eða aðgengilegt leigutaka með öðrum hætti.
8. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Gjört á Bessastöðum, 27. maí 2023.
Guðni Th. Jóhannesson. (L. S.)
Lilja D. Alfreðsdóttir.
|