1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um vátryggingasamstæður, sbr. 1. gr. laga nr. 60/2017 um vátryggingasamstæður.
2. gr.
Eigið líkan samstæðu.
Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. laga nr. 60/2017 um vátryggingasamstæður skal senda Fjármálaeftirlitinu umsókn um heimild til að nota eigið líkan til að meta gjaldþolskröfu vátryggingasamstæðu og gjaldþolskröfu einstakra vátryggingafélaga í samstæðunni, ef það er eftirlitsstjórnvald samstæðunnar. Reglur þessar eru settar til að innleiða framkvæmdarreglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um ferlið vegna umsóknar þegar tekin er ákvörðun með öðrum eftirlitsstjórnvöldum.
3. gr.
Innleiðing reglugerða.
Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/461 frá 19. mars 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar ferlið um að taka sameiginlega ákvörðun um umsókn til að nota eigið líkan samstæðu í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 77: https://www.efta.int/sites/default/files/documents/eea-supplements/icelandic/2018-is/su-nr-29-is-03-05-2018.pdf.
4. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 8. mgr. 21 gr. laga nr. 60/2017 um vátryggingasamstæður. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Fjármálaeftirlitinu, 28. júní 2019.
Jón Þór Sturluson.
Anna Mjöll Karlsdóttir.
|