1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 2. tölul., svohljóðandi:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2652 frá 15. september 2023 um breytingu og leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) 2022/2292 að því er varðar kröfur um komu hunangs, kjöts, mikið unninna afurða, gelatínhylkja og lagarafurða inn í Sambandið og kröfur um eigin staðfestingu og um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2021/630 að því er varðar kröfur um eigin staðfestingu vegna samsettra afurða sem eru undanþegnar opinberu eftirliti á landamæraeftirlitsstöðvum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 195/2024 frá 23. september 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83 frá 14. nóvember 2024, bls. 515.
2. gr.
Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um matvæli, nr. 93/1995, og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 15. janúar 2025.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
|