Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 398/2014

Nr. 398/2014 9. apríl 2014
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 680/2009 um sakaskrá ríkisins.

1. gr.

1. mgr. 8. gr. breytist og verður svohljóðandi:

Gefa skal út sakavottorð handa þeim sem þess óskar um hann sjálfan þegar viðkomandi hefur náð 15 ára aldri.

2. gr.

7. gr. breytist þannig að í stað „dómsmálaráðuneytið“ komi: innanríkisráðuneytið.

3. gr.

B-liður 1. mgr. 10. gr. reglnanna breytist þannig að í stað „dómsmálaráðuneytisins“ komi: innanríkisráðuneytisins.

4. gr.

Reglur þessar sem eru settar með stoð í 225. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamál öðlast þegar gildi.

Reykjavík, 9. apríl 2014.

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.

B deild - Útgáfud.: 30. apríl 2014