Samningur milli Íslands og Guernsey um upplýsingaskipti um skattamál, samningur til að komast hjá tvísköttun einstaklinga, samningur til að komast hjá tvísköttun fyrirtækja sem reka skip eða loftför í flutningum á alþjóðaleiðum og samningur um aðgang að framkvæmd gagnkvæms samkomulags í tengslum við leiðréttingu á hagnaði tengdra fyrirtækja, sem gerðir voru í Helsinki 28. október 2008, öðluðust gildi 26. nóvember 2009.
Samningurinn um upplýsingaskipti um skattamál er birtur sem fylgiskjal 1 með auglýsingu þessari, samningurinn til að komast hjá tvísköttun einstaklinga sem fylgiskjal 2, samningurinn til að komast hjá tvísköttun fyrirtækja sem reka skip eða loftför í flutningum á alþjóðaleiðum sem fylgiskjal 3 og samningurinn um aðgang að framkvæmd gagnkvæms samkomulags í tengslum við leiðréttingu á hagnaði tengdra fyrirtækja sem fylgiskjal 4.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 5. janúar 2010.
Össur Skarphéðinsson.
Einar Gunnarsson.
Fylgiskjöl.(sjá PDF-skjal)