1. gr.
Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Vegna ákvörðunar kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds á árunum 2017 og 2018 er ríkisskattstjóra heimilt að gefa út akstursbók, skv. 15. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, í formi eyðublaða. Skráning upplýsinga skv. 7. gr. reglugerðarinnar á slík eyðublöð telst fullgild skráning í akstursbók. Um skráningu, varðveislu og aflestur eyðublaðanna gilda eftir því sem við geta átt þær reglur sem við eiga um skráningu, varðveislu og aflestur akstursbókar.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild 3. mgr. 23. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds 2017.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 21. nóvember 2017.
F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.
Benedikt S. Benediktsson.
|