1. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætast tveir töluliðir, svohljóðandi:
|
13) |
Áhætta tengd sjálfbærni (e. sustainability risk): Áhætta tengd sjálfbærni, sbr. skilgreiningu í lögum um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar, nr. 25/2023. |
|
14) |
Sjálfbærniþættir (e. sustainability factors): Sjálfbærniþættir, sbr. skilgreiningu í lögum um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar, nr. 25/2023. |
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Rekstrarfélag skal taka tillit til áhættu tengdri sjálfbærni þegar það uppfyllir skipulagskröfur skv. 1. mgr.
- Í stað tilvísunarinnar 1.-5. mgr. í 7. mgr. kemur: 1.-6. mgr.
3. gr.
Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Rekstrarfélag skal tryggja að það hafi aðföng og sérþekkingu sem nauðsynleg er til að tryggja fullnægjandi samþættingu áhættu tengdri sjálfbærni.
4. gr.
Við 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi: g) beri ábyrgð á samþættingu áhættu tengdri sjálfbærni í starfsemi sem vísað er til í liðum a-f.
5. gr.
Við 16. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Við greiningu rekstrarfélags á þeim tegundum hagsmunaárekstra sem geta skaðað hagsmuni verðbréfasjóðs, skal telja með þær tegundir hagsmunaárekstra sem kunna að koma upp vegna samþættingar sjálfbærniþátta í þeirra ferlum, kerfum og innri stjórntækjum.
6. gr.
Við 22. gr. reglugerðarinnar bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Rekstrarfélag skal taka tillit til áhættu tengdrar sjálfbærni þegar það uppfyllir kröfur samkvæmt 1.-5. mgr.
Þegar rekstrarfélag tekur tillit til helstu neikvæðu áhrifa af fjárfestingarákvörðun á sjálfbærniþætti, sbr. a-lið 1. mgr. 4. gr. reglugerðar (ESB) 2019/2088 eða 3.-4. mgr. 3. gr. sömu reglugerðar, sbr. 2. gr. laga um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar, nr. 25/2023, skal það taka tillit til þessara neikvæðu áhrifa þegar það uppfyllir kröfur samkvæmt 1.-5. mgr.
7. gr.
Á eftir orðunum „og mótaðilaáhættu“ í 2. mgr. 38. gr. reglugerðarinnar kemur: og áhættu tengdri sjálfbærni.
8. gr.
Á eftir orðunum „er varðar verðbréfasjóði (UCITS)“ í 1. málsl. 2. mgr. 46. gr. reglugerðarinnar kemur: með þeim breytingum sem leiðir af 1. gr. framseldrar tilskipunar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1270 frá 21. apríl 2021 um breytingu á tilskipun 2010/43/ESB að því er varðar áhættu tengda sjálfbærni og sjálfbærniþætti sem taka á tillit til í tengslum við verðbréfasjóði (UCITS), sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 37 frá 11. maí 2023, bls. 41-44, og sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 138/2022 frá 29. apríl 2022, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 61 frá 22. september 2022, bls. 90-91, sbr. bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. fylgiskjal II í lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.
9. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 15. gr. og 18.-19. gr. laga um verðbréfasjóði, nr. 116/2021, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 1. júní 2023.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
|