1. gr.
Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 676/2019, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélögum:
Tálknafjörður.
Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Tálknafjarðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:
|
a) |
Ákvæði 1. málsl. 1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, á þann veg að: 50% skal skipt jafnt á þá báta sem landað hafa sínum afla fiskveiðiárið 2018/2019 í Tálknafirði og uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar. 50% skal skipt hlutfallslega, miðað við allan landaðan botnfiskafla til vinnslu í Vestur-Barðastrandarsýslu í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019. |
|
b) |
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta í Tálknafjarðarhöfn til vinnslu innan byggðarlaga í Vestur-Barðastrandarsýslu, á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. |
Ísafjarðarbær vegna Ísafjarðar, Hnífsdals, Þingeyrar og Suðureyrar.
Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Ísafjarðar, Hnífsdals, Þingeyrar og Suðureyrar með eftirfarandi viðauka/breytingum:
|
a) |
Ákvæði a-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests. |
|
b) |
Ákvæði c-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með lögheimili í sveitarfélaginu 1. júlí 2019. |
|
c) |
Ákvæði 1. málsl. 1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal fyrst úthluta bátum með frístundaleyfi sbr. a-lið, 1 þorskígildistonni á bát, 40% af því sem eftir stendur skal skipt jafnt milli annarra skipa, þó ekki meira, í þorskígildum talið, en viðkomandi bátur landaði á fiskveiðiárinu 2018/2019, afganginum skal skipt hlutfallslega, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, sem landað var innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019. |
|
|
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan sveitarfélagsins, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. |
|
d) |
Ákvæði 1. málsliðar 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður þannig: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðarlaga á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020, Ísafjarðarbær getur þó heimilað að aflanum sé landað innan sveitarfélags með áritun á umsókn viðkomandi um byggðakvóta. |
Ísafjarðarbær vegna Flateyrar.
Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun Flateyrar með eftirfarandi viðauka/breytingum:
|
I) |
Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Flateyrar sem fluttist frá fiskveiðiárinu 2018/2019, með eftirfarandi viðauka/breytingum: |
|
|
a) |
Ákvæði 1. málsl. 1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks byggðarlagsins sem varð eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, skal skipt hlutfallslega, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, sem landað var innan byggðarlagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019, þó ekki meira í þorskígildum talið en viðkomandi bátur landaði í þorskígildum talið á fiskveiðiárinu 2018/2019. Afli af fiskiskipum sem landað er í byggðarlaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan byggðarlagsins á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. |
|
|
b) |
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er heimilt að landa þessum afla, á fiskmarkað innan byggðarlagsins án vinnsluskyldu, á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. Fiskistofa skal afhenda byggðakvóta í þorskígildum talið, jafnóðum og löndun á sér stað og vigtarnótur berast, þar til úthlutun er fullnýtt. Ísafjarðarbær getur þó heimilað að aflanum sé landað innan sveitarfélags með áritun á umsókn viðkomandi um byggðakvóta. |
|
II) |
Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Flateyrar sem tilheyra fiskveiðiárinu 2019/2020, með eftirfarandi viðauka/breytingum: |
|
|
a) |
Ákvæði a-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests. |
|
|
b) |
Ákvæði c-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í sveitarfélaginu 1. júlí 2019. Önnur málsgrein 1. gr. fellur brott. |
|
|
c) |
Ákvæði 1. málsl. 1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal fyrst úthluta bátum með frístundaleyfi sbr. a-lið, 1 þorskígildistonni á bát, 40% af því sem eftir stendur skal skipt jafnt milli annarra skipa, þó ekki meira í þorskígildum talið en viðkomandi bátur landaði í þorskígildum talið á fiskveiðiárinu 2018/2019, afganginum skal skipt hlutfallslega, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, sem landað var innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019. Bátar geta fengið úthlutun úr báðum pottum, þó skal við hámarksúthlutun á bát miða við samtölu úthlutunar úr báðum pottum, I) og II). Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan sveitarfélagsins á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. |
|
|
d) |
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla, sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan byggðarlagsins, á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. Ísafjarðarbær getur þó heimilað að aflanum sé landað innan sveitarfélags með áritun á umsókn viðkomandi um byggðakvóta. |
|
III) |
Ákvæði 2. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 676/2019 er felld niður. |
Súðavíkurhreppur.
Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Súðavíkurhrepps með eftirfarandi viðauka/breytingum:
|
a) |
a-liður 1. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006 eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests. |
|
b) |
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla í Súðavík sem telja á til byggðakvóta til vinnslu í Súðavík á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. |
|
c) |
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal fyrst úthluta bátum með frístundaleyfi sbr. a-lið, alls 65 þorskígildistonnum þó að hámarki 5 þorskígildistonnum á bát. Bátum sem veiðileyfi hafa með krókaaflamarki skal úthlutað alls 75 þorskígildistonnum þó að hámarki 15 tonnum á bát. Af því sem eftir stendur alls 99 þorskígildistonnum skal skipt hlutfallslega milli aflamarksskipa að hámarksstærð 250 tonnum, þó ekki meira í þorskígildum talið en að hámarki 65 tonn, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, sem landað var innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019. |
Fjallabyggð.
Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Siglufjarðar og Ólafsfjarðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:
|
a) |
Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. |
|
b) |
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. |
Dalvíkurbyggð.
Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Dalvíkur, Árskógssands og Hauganess með eftirfarandi viðauka/breytingum:
|
a) |
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á þannig: 30% úthlutaðs byggðakvóta byggðarlags skal skipt jafnt á alla þá báta úr viðkomandi byggðarlagi sem sækja um byggðakvóta og uppfylla að öðru leyti ákvæði 1. gr. Óski einhver eftir tilteknu magni kvóta, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt þessu ákvæði, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt milli hinna umsækjendanna. 70% byggðakvóta byggðarlagsins skal skipt hlutfallslega miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019. Ekkert skip fær þó meira en 35% af þeim 70% sem skipt er samkvæmt lönduðum afla. |
|
b) |
Ákvæði 1. og 4. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. Skilyrði þess að afla teljist landað til vinnslu er að honum sé haldið aðskildum frá öðrum afla, ásamt því að vera vigtaður og skráður sérstaklega við vigtun á hafnarvog. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari. Eigandi fiskiskips skal gera skriflegan samning við fiskkaupanda um magn sem landað verður til vinnslu hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram kemur að vinnsluaðili skuldbindur sig til þess að vinna aflann, þó eru vinnsluaðila heimil jöfn skipti, miðað við þorskígildisstuðla, á tegundum við annan vinnsluaðila, og komi þá slík fyrirætlan fram í þeim samningi sem eigandi fiskiskips gerir við fiskkaupanda, og skal bæjar- eða sveitarstjórn árita samninginn til staðfestingar. |
Akureyrarbær vegna Grímseyjar.
Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Grímseyjar með eftirfarandi viðauka/breytingum:
|
a) |
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er heimilt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu á fiskmarkað án vinnsluskyldu, á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. |
|
b) |
Ákvæði 4. málsl. og 8. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar falla niður. |
Akureyrarbær vegna Hríseyjar.
Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Hríseyjar með eftirfarandi viðauka/breytingum:
|
a) |
Ákvæði b-liðar 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru skráð í viðkomandi byggðarlagi 4. desember 2019. |
|
b) |
Ákvæði 3. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Réttindi til úthlutunar fylgja skipi, nema ef eigandi eða leigutaki fiskiskips, sbr. 1. gr. hefur endurnýjað fiskiskip sitt fram að 1. maí 2020 og getur hann í umsókn sinni óskað eftir að við úthlutun aflamarks, skv. 1. mgr. sé tekið tillit til landaðs afla eldra skips umsækjanda í sömu hlutföllum við úthlutun aflamarks til endurnýjaðs fiskiskips. |
2. gr.
Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. maí 2020.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
|