Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1021/2023

Nr. 1021/2023 13. september 2023

REGLUR
Strætó bs. um fargjaldaálag.

1. gr.

Starfsmanni á vegum Strætó bs. er heimilt að krefja farþega um fargjaldaálag, sbr. 30. gr. a. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017, geti viðkomandi ekki sýnt fram á greiðslu rétts fargjalds þegar eftir því hefur verið leitað.

 

2. gr.

Strætó bs. ber ábyrgð á því að greiðslukerfi á vegum þess virki sem skyldi. Ef telja má eðlilega virkni greiðslukerfis Strætó bs. hafi hamlað greiðslu rétts fargjalds verður fargjaldaálags ekki krafist.

 

3. gr.

Fjárhæð fargjaldaálags skal vera 15.000 kr. hafi farþega borið að greiða fullt fargjald.

Ungmenni á aldrinum 15-17 ára sem og aldraðir, 67 ára og eldri, verða krafin um 7.500 kr. fargjaldaálag í samræmi við veittan afslátt af fullu fargjaldi.

Öryrkjar verða krafðir um fargjaldaálag í samræmi við veittan afslátt af fullu fargjaldi, 4.500 kr.

Börn yngri en 15 ára verða ekki krafin um fargjaldaálag.

 

4. gr.

Farþega sem krafinn er um fargjaldaálag er frjálst að staðgreiða álagið, en að öðrum kosti verður honum sendur greiðsluseðill til innheimtu þess.

 

5. gr.

Telji farþegi ákvörðun um að krefja hann um fargjaldaálag byggða á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik getur hann óskað þess að Strætó bs. taki hana til endurskoðunar. Um endurskoðun fargjaldaálags fer samkvæmt 4. mgr. 30. gr. a. laga nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi.

 

6. gr.

Reglur þessar sem stjórn Strætó bs. samþykkti þann 9. júní 2023 staðfestast hér með samkvæmt 3. mgr. 30. gr. a. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017 og öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 13. september 2023.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Hermann Sæmundsson.


B deild - Útgáfud.: 28. september 2023