1. gr.
4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig að í stað b-liðar komi nýr b-liður, svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/116 frá 1. febrúar 2021 um að koma á fót fyrsta sameiginlega verkefninu sem styður við framkvæmd evrópsku mynsturáætlunarinnar um rekstrarstjórnun flugumferðar, sem kveðið er á um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 550/2004, um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 409/2013 og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 716/2014, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 222/2022 frá 8. júlí 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 53 frá 11. ágúst 2022, bls. 50-78.
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 188. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022 og öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 29. nóvember 2022.
F. h. r.
Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Valgerður B. Eggertsdóttir.
|