Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1298/2022

Nr. 1298/2022 29. nóvember 2022

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 1126/2014 um skilgreiningu sameiginlegra verkefna, um ákvörðun stjórnunarhátta og um tilgreiningu hvata sem styðja við framkvæmd evrópsku mynsturáætlunarinnar um rekstrarstjórnun flugumferðar.

1. gr.

4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig að í stað b-liðar komi nýr b-liður, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/116 frá 1. febrúar 2021 um að koma á fót fyrsta sameiginlega verkefninu sem styður við framkvæmd evrópsku mynstur­áætlunarinnar um rekstrarstjórnun flugumferðar, sem kveðið er á um í reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (EB) nr. 550/2004, um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmda­stjórnarinnar (ESB) nr. 409/2013 og um niðurfellingu á framkvæmdar­reglugerð fram­kvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 716/2014, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 222/2022 frá 8. júlí 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 53 frá 11. ágúst 2022, bls. 50-78.

 

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 188. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022 og öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 29. nóvember 2022.

 

F. h. r.

Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Valgerður B. Eggertsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 30. nóvember 2022