Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 419/2018

Nr. 419/2018 30. apríl 2018

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 680/2009 um sakaskrá ríkisins.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglnanna:

Orðin „og lögum um ávana- og fíkniefni“ falla niður í a. lið;

b. liður orðist svo: dómi eða viðurlagaákvörðun í máli vegna brots á öðrum lögum, að frátöldum umferðarlögum, þegar ákveðin er fangelsisrefsing, ákvörðun refsingar er frestað eða ákveðin er réttinda- eða leyfissvipting eða dæmd er sekt hærri en 100.000 krónur;

c. liður orðist svo: lögreglustjórasekt í máli vegna brots á almennum hegningarlögum;

d. liður orðist svo: dómi, viðurlagaákvörðun eða lögreglustjórasekt í máli vegna brots á umferðar­lögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim þegar sekt er hærri en 150.000 krónur eða brot hefur leitt til réttinda- eða leyfissviptingar eða brot varðar akstur sviptur ökurétti;

e. liður orðist svo: lögreglustjórasekt eða sektargerð tollstjóra í máli vegna brots á öðrum lögum þegar sekt er hærri en 100.000 krónur eða brot hefur leitt til réttinda- eða leyfissviptingar.

2. gr.

Við g. lið 5. gr. reglnanna bætist: þ.m.t. lok samfélagsþjónustu.

3. gr.

1. mgr. 6. gr. reglnanna orðist svo:

Hafi dómi verið áfrýjað til Landsréttar eða Hæstaréttar og sakborningur er þar sýknaður skal afmá úr sakaskrá niðurstöður héraðsdóms eða Landsréttar. Sama gildir þegar Landsréttur ónýtir ákvörðun um viðurlög sem sakborningur hefur undirgengist skv. 163. gr. laga um meðferð saka­mála, vísar máli frá héraðsdómi eða ómerkir málsmeðferð héraðsdóms.

4. gr.

2. mgr. 7. gr. reglnanna orðist svo:

Ríkissaksóknari sér um að niðurstöður Landsréttar og Hæstaréttar, ákærufrestanir sem hann afgreiðir og mál skv. 4. gr. verði færð.

3. mgr. 7. gr. reglnanna breytist þannig: Dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun ríkisins tilkynna um þau atriði sem færa ber skv. 5. gr.

5. gr.

1. mgr. 9. gr. reglnanna orðast svo:

Beiðni um útgáfu sakavottorðs samkvæmt þessum kafla skal beina til sýslumanns og skal hún vera skrifleg og undirrituð eða með rafrænum hætti.

6. gr.

b. liður 1. mgr. 10. gr. reglnanna orðast svo: dómsmálaráðuneytisins.

7. gr.

Við a. lið 1. mgr. 11. gr. reglnanna bætist: þ.m.t. lok samfélagsþjónustu.

8. gr.

Reglur þessar sem eru settar með stoð í 242. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála öðlast þegar gildi.

Reykjavík, 30. apríl 2018.

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.


B deild - Útgáfud.: 30. apríl 2018