1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglugerðarinnar:
- Orðið „birtan“ fyrir framan orðið fermetra í 1. mgr. fellur brott og í stað kemur: brúttó.
- Á eftir orðinu „fermetra“ kemur: rýma byggingar í lokunarflokki A og B, skv. ÍST50.
- Í stað „265“ í 1. mgr. kemur: 248; og í stað tölunnar „6“ í sömu mgr. kemur: 5,6.
- Á eftir 2. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður svohljóðandi: Íbúðalánasjóður metur hagkvæmni og hvort hlutfall sameignar sé eðlilegt miðað við fyrirhuguð not húsnæðis.
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 9. mgr. 11. gr. laga um almennar íbúðir með síðari breytingum, tekur þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 30. janúar 2018.
Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra.
Ellý Alda Þorsteinsdóttir.
|