1. gr.
Gjaldskrá þessi gildir fyrir orkuveitusvæði Bláskógaveitu frá og með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Öll verð í gjaldskrá þessari eru án virðisaukaskatts.
2. gr.
Afnotagjöld af heita vatninu eru sem segir:
Daggjald/mælagjald/hemlagjald |
Stærð mælis/hemils |
DN 15 mm |
42,7 kr./dag |
Stærð mælis/hemils |
DN 20 mm |
43,8 kr./dag |
Stærð mælis/hemils |
DN 25 mm |
66,3 kr./dag |
Stærð mælis/hemils |
DN 32 mm |
68,8 kr./dag |
Stærð mælis/hemils |
DN 40 mm |
113,7 kr./dag |
Stærð mælis/hemils |
DN 50 mm |
171,3 kr./dag |
Stærð mælis/hemils |
DN 65 mm |
210,2 kr./dag |
Stærð mælis/hemils |
DN 80 mm |
245,2 kr./dag |
|
|
|
Heitt vatn um rennslismæli, Biskupstungum. |
H1A. |
Almenn notkun, íbúðarhús/sumarhús |
121,5 kr./m³ |
H3A. |
Garðyrkja/Hitaveitan Brúin |
29,9 kr./m³ |
V4A. |
Verslun, iðnaður og opinberar byggingar |
91,1 kr./m³ |
|
|
|
Heitt vatn um hemil, Biskupstungum. |
L1. |
Garðyrkja |
13,1 kr./mínútulítra á dag |
L2. |
Íbúðarhús/sumarhús |
107,6 kr./mínútulítra á dag |
L3. |
Verslun, iðnaður og opinberar byggingar |
45,3 kr./mínútulítra á dag |
H1D. |
Hemlagjald |
92,1 kr./mínútulítra á dag |
|
|
|
Heitt vatn um rennslismæli, Laugardal. |
H1L. |
Almenn notkun, íbúðarhús/sumarhús |
121,5 kr./m³ |
H3L. |
Garðyrkja |
29,9 kr./m³ |
V4L. |
Verslun, iðnaður og opinberar byggingar |
91,1 kr./m³ |
|
|
|
Heitt vatn um hemil, Laugardal. |
H2. |
Íbúðarhús/sumarhús |
107,6 kr./mínútulítra á dag |
H4. |
Mýrarhúsaskógur |
107,6 kr./mínútulítra á dag |
|
|
|
|
3. gr.
Heimæðargjöld Bláskógaveitu eru sem hér segir:
Íbúðarhús að 450 m³ |
415.042 kr., umfram m³ 311 kr. |
Opinberar byggingar og iðnaðarhús að 450 m³ |
415.042 kr., umfram m³ 89 kr. |
Gróðurhús og stórnotendur |
7.008 kr. mínútulítrinn lágmark 61 m/l |
Sumarhús |
703.482 kr. fast gjald |
4. gr.
Tengigjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru miðuð við byggingarvísitölu. Grunnvísitala (grunnur 2010) nóvembermánaðar 2021, 157,6 stig. Bláskógaveitu er heimilt að breyta tengigjöldum í samræmi við breytingu á nefndri vístölu.
5. gr.
Lágmarksnotkun fyrir sumarhús er 642 rúmmetrar á ári, óháð notkun, og skal greiða fyrir þá notkun samkvæmt gjaldskrá. Fari ársnotkun sumarhúss fram yfir 642 rúmmetra á ári, þá skal greiða fyrir hvern umframrúmmetra skv. gjaldskrá ásamt lágmarksnotkunargjaldi.
6. gr.
Ein mælagrind er innifalin í hverju heimæðargjaldi. Fyrir hverja auka mælagrind greiðast 45.000 kr.
7. gr.
Lágmarksstilling á hemli verður 3 l/m.
8. gr.
Bláskógaveita hefur rétt til að loka fyrir afhendingu á heitu vatni til húsveitu viðskiptamanns sem vanrækt hefur að greiða hitaveitugjöld skv. gjaldskrá þessari. Allan kostnað af lokun og opnun á ný greiðir sá sem vanskilunum veldur, hverju sinni 16.000 kr.
9. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt var af framkvæmda- og veitustjórn Bláskógabyggðar 17. nóvember 2021 og staðfest af sveitarstjórn Bláskógabyggðar 9. desember 2021, er hér með staðfest samkvæmt orkulögum, nr. 58/1967, með síðari breytingum, til að öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 71/2021.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 27. janúar 2022.
F. h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra,
Stefán Guðmundsson.
|