1. gr.
Í stað orðsins „hjúkrunarfræðideild“ í 3. mgr. 11. gr. reglnanna koma orðin: hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
2. gr.
Í stað orðanna „sagnfræði- og heimspekideild“ í 4. mgr. 11. gr. reglnanna koma orðin: deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði.
3. gr.
Í stað orðsins „hjúkrunarfræðideild“ í 1. mgr. XI. kafla reglnanna koma orðin: hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
4. gr.
Í stað orðsins „Hjúkrunarfræðideild“ í fyrirsögn 97. gr. reglnanna koma orðin: Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
5. gr.
Í stað orðsins „hjúkrunarfræðideild“ í 1., 2., 5., 7. og 10. mgr. 97. gr. reglnanna koma, í viðeigandi beygingarmynd, orðin: hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
6. gr.
Í stað orðsins „hjúkrunarfræðideild“ í 1. og 11. mgr. 98. gr. reglnanna koma orðin: hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.
7. gr.
Í stað orðanna „sagnfræði- og heimspekideild“ í 1. mgr. XII. kafla reglnanna koma orðin: deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði.
8. gr.
Í stað orðanna „sagnfræði- og heimspekideild“ í 3. málsl. c-liðar 109. gr. reglnanna koma orðin: deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði.
9. gr.
Í stað orðanna „sagnfræði- og heimspekideild“ í 2. málsl. c-liðar 113. gr. reglnanna koma orðin: deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði.
10. gr.
Í stað orðanna „Sagnfræði- og heimspekideild“ í fyrirsögn 115. gr. reglnanna koma orðin: Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði.
11. gr.
Í stað orðanna „sagnfræði- og heimspekideild“ í 1., 3. og 11. mgr. 115. gr. reglnanna koma orðin: deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði.
12. gr.
Í stað orðanna „sagnfræði- og heimspekideild“ í 1., 4., 6. og 7. mgr. 116. gr. reglnanna koma, í viðeigandi beygingarmynd, orðin: deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði.
13. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, að fengnum tillögum heilbrigðisvísindasviðs og hugvísindasviðs, eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast gildi 1. júlí 2022.
Háskóla Íslands, 11. apríl 2022.
Jón Atli Benediktsson.
|