1. gr.
Í stað orðanna „próf frá háskólagrunni“ í 2. málsl. 1. mgr. 23. gr. reglnanna kemur: lokapróf frá tækni- og verkfræðigrunni eða tölvunarfræðigrunni við háskólagrunn.
2. gr.
Í stað orðanna „Próf frá háskólagrunni“ í upphafi 2. málsl. 1. mgr. 24. gr. reglnanna kemur: Lokapróf frá tækni- og verkfræðigrunni við háskólagrunn.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. reglnanna:
- Í stað orðsins „Próf“ í upphafi 2. málsl. 1. mgr. kemur: Lokapróf.
- Á eftir orðunum „verk- og raunvísindadeild háskólabrúar“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: en sé lokapróf frá háskólagrunni HR skal það vera frá tækni- og verkfræðigrunni háskólagrunns.
4. gr.
Í stað orðanna „próf frá háskólagrunni“ í 2. málsl. 1. mgr. 26. gr. reglnanna kemur: lokapróf frá tækni- og verkfræðigrunni eða tölvunarfræðigrunni við háskólagrunn.
5. gr.
Í stað orðanna „Próf frá háskólagrunni“ í upphafi 1. málsl. 2. mgr. 27. gr. reglnanna kemur: Lokapróf frá tækni- og verkfræðigrunni við háskólagrunn.
6. gr.
Í stað orðanna „próf frá háskólagrunni“ í 2. málsl. 1. mgr. 28. gr. reglnanna kemur: lokapróf frá tækni- og verkfræðigrunni eða tölvunarfræðigrunni við háskólagrunn.
7. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum verkfræði- og raunvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 5. febrúar 2021.
Jón Atli Benediktsson.
|