1. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 3. gr. reglnanna:
Á eftir 7. mgr. kemur ný málsgrein svohljóðandi:
Sértryggt skuldabréf: Skuldabréf eða önnur einhliða, óskilyrt, skrifleg skuldarviðurkenning sem nýtur sérstaks fullnusturéttar í tryggingasafni útgefanda og gefið er út samkvæmt lögum nr. 11/2008.
2. gr.
11. gr. reglnanna breytist og orðast svo ásamt fyrirsögn:
Fjárhagslegar tryggingarráðstafanir í viðskiptum við Seðlabankann.
Eftirfarandi tryggingar eru hæfar í viðskiptum við Seðlabankann:
- Skuldabréf gefin út af ríkissjóði Íslands í íslenskum krónum.
- Innstæðubréf gefin út af Seðlabankanum.
- Bundin innlán fjármálafyrirtækja við Seðlabankann.
- Íbúðabréf gefin út af Íbúðalánasjóði.
- Sértryggð skuldabréf. Útgefið markaðsvirði flokks skal vera yfir 5 ma. kr. og staðfest að það magn hafi selst. Tryggingasafn sértryggðs skuldabréfs skal eingöngu samanstanda af skuldabréfum tryggðum með veði í íbúðarhúsnæði hér á landi. Fjármálafyrirtæki getur lagt fram til tryggingar allt að 3 ma. kr. að markaðsvirði af eigin útgáfu sértryggðra skuldabréfa.
Seðlabankinn getur samþykkt skuldabréf gefin út af Íbúðalánasjóði, Landsvirkjun, Lánasjóði sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hæf til tryggingar. Seðlabankinn birtir á vefsíðu sinni þá flokka skuldabréfa sem bankinn samþykkir.
Verðbréf sett til tryggingar viðskiptum skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Hafa viðskiptavaka annaðhvort á skipulegum verðbréfamarkaði eða í upplýsingaveitu sem Seðlabankinn viðurkennir þar sem sýnd eru bæði kaup- og sölutilboð.
- Vera rafrænt skráð í verðbréfamiðstöð sem Seðlabankinn viðurkennir.
Seðlabankinn getur vikið frá skilyrði 1. tl. 3. mgr.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. reglnanna:
- Við 3. mgr. bætist: að undanskildum sértryggðum skuldabréfum, sbr. 5. tl. 1. mgr. 11. gr.
- 4. mgr. breytist og orðast svo: Séu verðbréf dregin út, þau falla í gjalddaga, Fjármálaeftirlitið afturkallar leyfi til útgáfu sértryggðra skuldabréfa sem lögð hafa verið fram til tryggingar eða fjármálafyrirtæki óskar eftir því að fá verðbréf afhent fyrir gjalddaga skuldbindingar, skal það leggja fram nýjar hæfar tryggingar og skal þá matsverð þeirra vera a.m.k. jafnhátt og matsverð áður framlagðra trygginga.
4. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 18. gr. reglnanna:
Við 2. mgr. bætist eftirfarandi: og stjórnvaldsfyrirmæla sem sett eru á grundvelli þeirra lagaákvæða.
5. gr.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 1. mgr. 7. gr., sbr. 1. mgr. 24. gr. og 38. gr., laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Reglur þessar voru ræddar og samþykktar á fundi peningastefnunefndar þann 21. maí 2019.
Reykjavík, 24. maí 2019.
Seðlabanki Íslands,
|
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. |
Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar. |
|