Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1331/2023

Nr. 1331/2023 17. nóvember 2023

AUGLÝSING
um skrá yfir rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu.

1. gr.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra heldur opinbera skrá yfir rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu hér á landi að fengnum tillögum sem Fjarskiptastofa hefur undirbúið í samráði við eftirlits­stjórnvöld, hvert á sínu sviði. Skráin er er birt í viðauka með auglýsingu þessari og uppfærð eftir því sem tilefni er til og á a.m.k. tveggja ára fresti.

 

2. gr.

Auglýsing þessi er birt samkvæmt heimild í 4. mgr. 3. gr. laga um öryggi net- og upplýsinga­kerfa mikilvægra innviða, nr. 78/2019, sbr. reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa rekstrar­aðila nauðsynlegrar þjónustu, nr. 866/2020 og öðlast þegar gildi.

Frá sama tíma fellur úr gildi auglýsing um skrá yfir rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu frá 7. janúar 2022, nr. 67/2022.

 

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, 17. nóvember 2023.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Ásdís Halla Bragadóttir.

 

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 5. desember 2023