Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 538/2023

Nr. 538/2023 31. maí 2023

REGLUGERÐ
um (13.) breytingu á reglugerð nr. 674/2017 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis.

1. gr.

Í stað 3.–5. gr. reglugerðarinnar kemur eftirfarandi:

 

3. gr.

Lögbær yfirvöld.

Matvælastofnun gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds í reglugerðum skv. 1. gr.

 

4. gr.

Samþykki fyrir fyrirtækjum eða stöðvum.

Fyrirtæki eða stöðvar, sbr. 24. gr. reglugerðar (EB) nr. 1069/2009, sbr. 1. gr., skulu hafa við­eigandi leyfi stjórnvalda samkvæmt lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og meng­unarvarnir, og/eða lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, og reglugerðum settum samkvæmt þeim.

Þeim sem veita starfsleyfi samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, skulu tilkynna til Matvælastofnunar ef fyrirtæki eða stöð sinnir starfsemi sem fellur undir ákvæði reglugerðar (EB) nr. 1069/2009, sbr. 1. gr.

 

5. gr.

Eftirlit.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerða skv. 1. gr. sé framfylgt.

 

2. gr.

Í stað 8.–9. gr. reglugerðarinnar kemur eftirfarandi:

 

8. gr.

Þvingunarúrræði og viðurlög.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt ákvæðum VII. kafla laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, og VI. kafla laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

 

9. gr.

Lagastoð.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. og 29. gr. a laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, og 7. gr. laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

 

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. og 29. gr. a laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, og 7. gr. laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 31. maí 2023.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Margrét Björk Sigurðardóttir.


B deild - Útgáfud.: 5. júní 2023