1. gr.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar skal ákvarða og innheimta gjöld vegna hirðu og meðhöndlunar úrgangs, samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Þá er Akraneskaupstað heimilt að innheimta gjald fyrir alla aðra meðhöndlun úrgangs, uppsetningu og rekstur nauðsynlegra innviða í samræmi við 2. mgr. 23. gr. laganna.
2. gr.
Gjöld vegna hirðu og meðhöndlunar úrgangs eru lögð á hverja íbúð á Akranesi og eru þau innheimt með fasteignagjöldum eða á annan hátt eftir því sem við verður komið og þá með sömu gjalddögum og fasteignagjöld. Gjöldin njóta lögveðsréttar í viðkomandi fasteign í tvö ár eftir gjalddaga.
3. gr.
Skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar er heimilt samkvæmt gjaldskrá þessari að leggja gjöld á þá aðila sem verða uppvísir að því að fleygja úrgangi á víðavangi fyrir útlögðum kostnaði við hreinsun.
4. gr.
Gjald fyrir rekstur söfnunarstöðvar Gámu og grenndarstöðva er 16.000 kr. á hverja íbúð. Kostnaður við losun úrgangs á söfnunarstöð Gámu er greiddur af notendum eftir gjaldskrá rekstraraðila.
5. gr.
Umsýslugjald vegna breyttrar þjónustu, akstur og skráning íláta er 7.000 kr. fyrir hvert sinn sem óskað er breytinga.
6. gr.
Heimilum er skylt að flokka úrgang í þá flokka sem tilgreindir eru í 10. gr. laga nr. 55/2003.
Gjaldi fyrir tunnur og ker er ætlað að standa undir kostnaði við ílát, hirðu og förgun eða endurvinnslu úrgangs. Gjaldi fyrir djúpgáma er ætlað að standa undir kostnaði við hirðu og förgun eða endurvinnslu, miðað við sömu tíðni í losun og önnur ílát.
Gjöld ákvarðast út frá rúmmáli og úrgangsflokki þeirra íláta sem eru við heimili og eru gjöldin sem hér segir:
Fl. |
Nr. |
Úrgangsflokkur |
Ílát l |
Árgjald kr. |
1 |
|
Blandaður úrgangur |
|
|
|
1 |
Tunna |
240 |
23.000 |
|
2 |
Tunna |
360 |
35.000 |
|
3 |
Ker |
660 |
64.000 |
|
6 |
Gámur |
5.000 |
550.000 |
2 |
|
Matarleifar |
|
|
|
1 |
Tunna |
140 |
24.000 |
|
4 |
Gámur |
5.000 |
720.000 |
3 |
|
Matarleifar/Blandað |
|
|
|
1 |
Tvískipt tunna |
240 |
38.000 |
4 |
|
Pappi og pappír |
|
|
|
1 |
Tunna |
240 |
6.000 |
|
2 |
Tunna |
360 |
10.000 |
|
3 |
Ker |
660 |
18.000 |
|
5 |
Gámur |
5.000 |
140.000 |
5 |
|
Plastumbúðir |
|
|
|
1 |
Tunna |
240 |
6.000 |
|
2 |
Tunna |
360 |
10.000 |
|
3 |
Ker |
660 |
18.000 |
|
6 |
Gámur |
5.000 |
140.000 |
7. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Akraneskaupstaðar, staðfestist hér með skv. 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, og skv. 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, öðlast þegar gildi.
Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1471/2023.
Gjaldskráin var samþykkt af bæjarstjórn Akraness 10. desember 2024.
Akranesi, 13. desember 2024.
Haraldur Benediktsson bæjarstjóri.
|