1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um lánastofnanir sem tilkynna um starfsemi yfir landamæri, sbr. 36. og 37. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
2. gr.
Form og efni tilkynninga um starfsemi yfir landamæri.
Lánastofnun sem skylt er að tilkynna starfrækslu útibús eða veitingu þjónustu á grundvelli 36. eða 37. gr. laga um fjármálafyrirtæki skal, eftir því sem við á, fylgja ákvæðum reglugerða (ESB) nr. 926/2014 og 1126/2014, sbr. 3. gr. þessara reglna.
3. gr.
Birting tæknilegra staðla.
Með vísan til 2. gr. öðlast eftirtaldar reglugerðir gildi hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 926/2014 frá 27. ágúst 2014 sem sett er á grundvelli tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, um tæknilega framkvæmdarstaðla varðandi stöðluð eyðublöð og verklag vegna tilkynninga í tengslum við staðfesturétt og frelsi til að veita þjónustu yfir landamæri.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1151/2014 frá 4. júní 2014 til viðbótar við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB, um tæknilega eftirlitsstaðla varðandi þær upplýsingar sem ber að tilkynna við nýtingu staðfesturéttar og frelsis til að veita þjónustu yfir landamæri.
Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 57/2015 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, vísar Fjármálaeftirlitið til birtingar enskrar útgáfu af reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 926/2014 og 1151/2014 í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (e. Official Journal of the European Union):
http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1525361563411&uri=CELEX:32014R0926, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 254, þann 28. ágúst 2014, bls. 2-21 og http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?qid=1525361662714&uri=CELEX:32014R1151, birt í OJ deild L, undirdeild R, nr. 309, þann 30. október 2014, bls. 1-4.
4. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar eru settar með heimild skv. c-lið 2. mgr. 117. gr. b- og f-lið 3. mgr. 117. gr. b laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Fjármálaeftirlitinu, 23. janúar 2019.
Unnur Gunnarsdóttir.
Finnur Sveinbjörnsson.
|