1. gr.
Sveitarstjórn Dalabyggðar leggur á gjald til að mæta kostnaði við söfnun og eyðingu dýraleifa í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og samþykkt nr. 845/2021 um meðhöndlun úrgangs í Dalabyggð.
2. gr.
Förgunargjaldið byggir á fjölda búfjár á lögbýlum í sveitarfélaginu miðað við búfjárskýrslur Matvælastofnunar og verður innheimt með fasteignagjöldum. Miðað er við að dýrahræ séu sótt til bænda og annarra búfjáreigenda með skráðan bústofn og komið í viðeigandi meðhöndlun. Farin verður ein ferð í viku að jafnaði.
3. gr.
Gjald vegna hirðingar og eyðingar á dýrahræjum er innheimt af bújörðum, hesthúsum og öðrum aðilum sem eru með skráðan bústofn og er árlega sem hér segir (miðað við hausttölur ár hvert, upplýsingar frá matvælaráðuneyti). Eitt hross reiknast sem þrjár ær og einn nautgripur sem fimm ær.
a. |
Sauðfé < 20 |
kr. |
23.710 |
b. |
Sauðfé 21–40 |
kr. |
67.487 |
c. |
Sauðfé 41–80 |
kr. |
89.398 |
d. |
Sauðfé > 80 |
kr. |
106.928 |
4. gr.
Gjaldskrá þessi sem var samþykkt af sveitarstjórn Dalabyggðar 17. desember 2024 staðfestist hér með samkvæmt 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast þegar gildi. Um leið fellur úr gildi gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð nr. 12/2024.
Búðardal, 2. janúar 2025.
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri.
|