Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1299/2020

Nr. 1299/2020 7. desember 2020

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 153/2010 um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands.

1. gr.

Í stað tölunnar „40“ í lok 1. mgr. I. liðar 1. gr. reglnanna kemur: 50.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglnanna:

  1. Í stað orðanna „1. námsári“ í 3. mgr. kemur: 2. námsári.
  2. Í stað tölunnar „30“ í lok 4. mgr. kemur: 35.

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglnanna:

  1. Í stað tölunnar „130“ í lok 4. mgr. kemur: 120.
  2. Í stað tölunnar „130“ í 2. málsl. 5. mgr. og 1. málsl. 6. mgr. kemur: 120.
  3. Í stað tölunnar „23“ í 1. málsl. 7. mgr. og 1. málsl. 8. mgr. kemur: 20.

 

4. gr.

Í stað tölunnar „9“ í lok 1. mgr. 7. gr. reglnanna kemur: 8.

 

5. gr.

9. gr. b. reglnanna, um takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar íslensku- og menningar­deildar, breytist og orðast svo:

Fjöldi nýrra nemenda í meistaranámi í ritlist takmarkast við töluna 20.

Nemendur sem hefja MA-nám í ritlist skulu hafa lokið bakkalárprófi með fyrstu einkunn og a.m.k. 10 eininga lokaverkefni. Þeir sem ekki hafa neinn bakgrunn í bókmenntum, s.s. BA-nám í almennri bókmenntafræði, íslensku, ritlist eða öðru bókmenntatengdu námi, ljúki, auk 120 eininga á meistarastigi, námskeiðunum ÍSL111G Bókmenntafræði (eða ABF104G Aðferðum og hugtökum), einu bókmenntasögulegu námskeiði og einu bókmenntanámskeiði til viðbótar á BA-stigi (samtals 30 einingum). Umsækjendur skulu senda inn sýnismöppu með frumsömdu efni og verða þeir sem gjald­gengir þykja valdir inn í námið á grundvelli þess. Umsækjendur geta t.d. sent inn smásögur, kafla úr skáldverki fyrir börn eða fullorðna, sannsögur, ljóð, brot úr kvikmynda- eða sjónvarps­handriti, ein­þátt­ung eða esseyju; hámark 25 síður alls. Þá skulu umsækjendur einnig skila inn stuttri greinargerð um áhugasvið sitt og markmið með náminu (ein síða; efnistök mega vera list­ræn).

Ef þeir sem sækja um nám í ritlist, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka við, sér þriggja manna inntökunefnd, sem skipuð er greinarformanni og tveimur rithöfundum, um að velja úr hópi umsækjenda. Gætt verði að kynjahlutföllum við skipan nefndarinnar. Við valið hafi nefndin að leiðarljósi að umsækjandi:

  1. sé hugmyndaríkur og frumlegur í hugsun,
  2. hafi gott vald á íslenskri tungu og geti notað hana á skapandi hátt,
  3. hafi tilfinningu fyrir málsniði og stíl,
  4. geti skapað trúverðugar persónur,
  5. hafi innsýn í form og geti léð því viðeigandi merkingu,
  6. geti gengið vel frá texta þannig að hann sé vel lesvænn og þjóni sínu hlutverki,
  7. sé vel lesinn í íslenskum og erlendum bókmenntum,
  8. hafi ástríðu fyrir skrifum.

 

6. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum fræða­sviða, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi og verður beitt frá og með háskólaárinu 2021–2022.

 

Háskóla Íslands, 7. desember 2020.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 21. desember 2020