1. gr.
Í upptalningu lærdómstitla undir tölulið 2.1 í 1. mgr. 55. gr., á eftir orðunum „Master of Accounting“, bætast við orðin Master of Finance og á eftir skammstöfuninni „M.Acc.“ í sama tölulið bætist við skammstöfunin M.Fin.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 94. gr.:
|
a) |
Í upptalningu kennslugreina í 1. mgr., á eftir málsliðnum „Til BS-prófs í viðskiptafræði“, bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Til M.Fin.-prófs í fjármálum í samstarfi við hagfræðideild. |
|
b) |
Á eftir 6. mgr., um prófgreinar til BS-prófs, bætist við ný málsgrein, svohljóðandi: |
|
|
Nám til M.Fin.-prófs í fjármálum (Master of Finance) er 90 eininga nám á meistarastigi (stigi 2.1), sem viðskiptafræðideild býður í samstarfi við hagfræðideild. Skipan námsins miðast við þrjú misseri og byggist á þátttöku í námskeiðum eingöngu. Samstarfsdeildirnar setja nánari reglur um inntökuskilyrði og námskröfur. |
Við upptalningu kennslugreina til M.Ed.-prófs í b-lið 1. mgr. 119. gr., á undan orðunum „náms- og kennslufræði", bætist: framhaldsnám grunnskólakennara.
4. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 8. febrúar 2016.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
|