1. gr.
Vatnsgjald Vatnsveitu Álftaneshrepps er 0,3% af fasteignamati þeirra húsa sem tengd eru vatnsveitunni en þó að hámarki kr. 34.860 á hverja jörð eða sumarhús.
2. gr.
Til viðbótar vatnsgjaldi sem fram kemur í 1. gr. skal notandi greiða aukavatnsgjald sem nemur 36,20 kr./m³. Vatnsnotkun skal áætluð í samræmi við búfjárskýrslu og skal miða við eftirfarandi töflu:
|
Kind |
5 l/dag |
|
Geldneyti |
26 l/dag |
|
Kálfar |
13 l/dag |
|
Kýr |
65 l/dag |
|
Hross |
17,5 l/dag |
|
Svín |
10 l/dag |
|
Grísir |
5 l/dag |
Þegar mælir hefur verið settur upp hjá notendum skal aukavatnsgjaldið innheimt samkvæmt notkun.
3. gr.
Vatnsgjald skv. 1. gr. skal innheimt með fasteignagjöldum en aukavatnsgjald skal innheimta sérstaklega og er gjalddagi þess 1. maí og eindagi mánuði síðar.
4. gr.
Gjaldskrá þessi er samin með heimild í 10. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur sveitarfélaga og 11. gr. reglugerðar um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005.
5. gr.
Gjaldskrá þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1645/2022.
Samþykkt af sveitarstjórn Borgarbyggðar 14. desember 2023.
Borgarnesi, 14. desember 2023.
Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri.
|