Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1492/2024

Nr. 1492/2024 26. nóvember 2024

GJALDSKRÁ
Þjóðskrár Íslands.

I. KAFLI

1. gr.

Öll afhending, miðlun og notkun upplýsinga úr skrám Þjóðskrár Íslands er leyfisskyld og háð sam­þykki stofnunarinnar.

 

II. KAFLI

Gjald fyrir upplýsingar úr þjóðskrá.

2. gr.

Samsetning gjalds.

Auk gjalds fyrir aðgang að upplýsingum skv. 3. gr. skal greiða einingaverð og árgjald eftir því sem við á, sbr. 4. og 6. gr.

 

3. gr.

Aðgangur að upplýsingum úr þjóðskrá.

Greiða skal árgjald fyrir afhendingu upplýsinga úr þjóðskrá: 

    Gjald fyrir starfsstöð, kr. Gjald fyrir
útibú, kr.
I. Grunnskrá þjóðskrár:    
  Grunnskrá 151.000  39.000
  Grunnskrá með viðbótarupplýsingum A 182.000  39.000
  Grunnskrá með viðbótarupplýsingum B 303.000  39.000
II. Aðrar skrár þjóðskrár:  
  Horfinnaskrá 1  38.600 34.700
  Horfinnaskrá 2  57.800 34.700
  Horfinnaskrá 3 143.900  34.700
  Kerfiskennitöluskrá 1  19.500   9.900
  Kerfiskennitöluskrá 2  32.700   9.900

Grunngjald er greitt fyrir aðalstarfsstöð og auk þess útibúsgjald fyrir hverja starfsstöð sé notandi með fleiri starfsstöðvar. Aðili sem er með rekstur innan skilgreindrar starfsstöðvar á annarri kenni­tölu en þeirrar starfsstöðvar skal greiða útibúsgjald.

 

4. gr.

Aðgangur að upplýsingum úr þjóðskrá í vefþjónustu eða uppflettikerfum.

Gjald fyrir aðgang að upplýsingum úr þjóðskrá í lokuðu uppflettikerfi, vefþjónustu, vefgátt, eða sambærilegu viðmóti er sem hér segir:

Einingaverð er samkvæmt 6. gr.

Mánaðarlegt þjónustugjald kr. 5.300
Stofngjald vefþjónustu kr. 88.900

 

5. gr.

Úrtök og vinnslur úr þjóðskrá.

Vinnsla úrtaks úr þjóðskrá er háð leyfi Þjóðskrár Íslands. Gjald fyrir rafræn afnot af nafnaskrá þjóðskrár til vinnslu úrtaksgagna og til póstdreifingar er sem hér segir:

Afsláttur er veittur eftir stærð úrtaks og reiknast þegar tiltekinni stærð úrtaks er náð, sbr. eftir­farandi töflu, en ekki er greitt einingaverð fyrir fleiri en 100.000 einstaklinga.

  Upphafsgjald,
kr.
Grunnskrá,
kr.
Viðbót A,
kr.
Upphafsgjald (innifalið allt að 500 nöfn) 14.400    
Einingaverð 501 - 10.000   12,5 18,0
Einingaverð 10.001 - 30.000    7,0 10,5
Einingaverð 30.001 - 50.000    5,5  8,5
Einingaverð 50.001 - 100.000    4,5  7,0

 

6. gr.

Einingaverð fyrir upplýsingar.

Einingaverð fyrir upplýsingar úr þjóðskrá er sem hér segir:

Einingaverð fyrir upplýsingar úr grunnskrá kr. 13
Einingaverð fyrir upplýsingar úr grunnskrá ásamt viðbótarupplýsingum A kr. 18
Einingaverð fyrir upplýsingar úr grunnskrá ásamt viðbótarupplýsingum B kr. 23
Einingaverð fyrir upplýsingar úr horfinnaskrá kr. 18
Einingaverð fyrir upplýsingar úr kerfiskennitöluskrá kr. 18
Einingaverð fyrir staka uppflettingu forsjárupplýsinga kr. 24
Einingaverð fyrir staka uppflettingu um vensl einstaklinga kr. 24

 

III. KAFLI

Ýmis ákvæði.

7. gr.

Sérvinnslur.

Gjald fyrir sérvinnslur úr skrám Þjóðskrár Íslands er sem hér segir:

Einingaverð upplýsinga úr þjóðskrá samkvæmt II. kafla.

Byrjunargjald sérvinnslu (innifalin 2 klst. vinna sérfræðings) kr. 52.000

Vinna umfram 2 klst. er greidd samkvæmt 8. gr.

Sé óskað eftir endurteknum sérvinnslum skal gera um það skriflegan samning við stofnunina þar sem fjöldi afhendinga á 12 mánaða tímabili er ákveðinn. Afsláttur er veittur eftir fjölda afhend­inga á tímabilinu sem hér segir en greitt er fyrir hverja afhendingu.

Fjöldi afhendinga á almanaksári Afsláttur af reiknuðu gjaldi afhendingar
1 afhending á ári 100% gjald fyrir 1. afhendingu
2-4 afhendingar á ári 25% afsláttur af gjaldi fyrir 2.-4. afhendingu
Fleiri en 5 afhendingar 50% afsláttur af gjaldi fyrir afhendingar umfram 5

 

8. gr.

Tímavinna.

Tímagjald almenns starfsmanns pr. klst. kr. 12.600
Tímagjald sérfræðings pr. klst. kr. 18.400

Fyrir útkall eftir almennan opnunartíma er innheimt að lágmarki 4 tímar á taxta almenns starfs­manns.

 

9. gr.

Vottorð, uppfletting og ljósrit.

Gjald fyrir vottorð, uppflettingu í skrám, ljósrit o.fl. er sem hér segir:

Vottorð sem krefjast sérvinnslu:

Tímagjald samkvæmt 7. og 8. gr.

Vottorð úr þjóðskrá kr. 3.100
Söguvottorð úr þjóðskrá kr. 12.000
Stök uppfletting í þjóðskrá kr. 810
Ljósrit pr. bls. kr. 22
Staðfest ljósrit úr skrám kr. 810

 

10. gr.

Skilríki.

Nafnskírteini 18-66 ára kr. 9.200
Nafnskírteini börn, aldraðir, öryrkjar kr. 4.600
Hraðafgreiðsla, nafnskírteini 18-66 ára kr. 18.400
Hraðafgreiðsla, nafnskírteini börn, aldraðir, öryrkjar kr. 9.200

 

11. gr.

Miðlun upplýsinga úr skrám Þjóðskrár Íslands.

Miðlun upplýsinga úr skrám Þjóðskrár Íslands er óheimil nema fyrir liggi samningur um miðlun. Með miðlun upplýsinga er átt við miðlun til þriðja aðila hvort sem hún fer fram gegn gjaldi (endursala) eða ekki. Auk árgjalds er greitt fyrir upplýsingarnar samkvæmt II. og III. kafla eftir því sem við á.

Árgjald miðlara kr. 441.000

 

12. gr.

Vinnsla með persónuupplýsingar úr skrám Þjóðskrár Íslands.

Vinnsla með persónuupplýsingar úr skrám Þjóðskrár Íslands fyrir hönd þriðja aðila er óheimil nema fyrir liggi samningur um slíka vinnslu. Átt er við hvers kyns tölfræðivinnslu, úrtaksvinnslu eða aðra vinnslu fyrir þriðja aðila hvort sem hún fer fram gegn gjaldi (endursala) eða ekki. Auk árgjalds er greitt fyrir upplýsingarnar samkvæmt II. og III. kafla eftir því sem við á.

Árgjald vinnsluaðila kr. 63.000

 

13. gr.

Undanþágur frá gjaldskrá.

Þjóðskrá Íslands er heimilt að veita eftirtöldum aðilum afslátt eða undanþágur frá gjaldtöku:

  1. Námsmönnum sem upplýsingar þurfa vegna verkefna í þágu náms.
  2. Opinberum aðilum sem halda skrár á landsvísu og upplýsingar eða vinnsla er hluti af gagnkvæmum upplýsingasamskiptum.
  3. Fjölmiðlum ef upplýsingar varða heildarfjölda eða summutölur úr skrám.
  4. Skráningaraðilum sem annast skráningu í skrár Þjóðskrár Íslands.

 

14. gr.

Lagaheimild og gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 5. gr. laga um Þjóðskrá Íslands, nr. 70/2018, 1. mgr. 19. gr. laga um skráningu einstaklinga nr. 140/2019 og laga um nafnskírteini nr. 55/2023, tekur gildi 1. janúar 2025. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1430/2023 um sama efni.

 

Innviðaráðuneytinu, 26. nóvember 2024.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ingilín Kristmannsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 12. desember 2024