1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2047 frá 24. október 2022 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/2325 er varðar viðurkenningu á tilteknum eftirlitsyfirvöldum og eftirlitsaðilum að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið. Reglugerðin er innleidd á grundvelli ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 212/2023, frá 22. september 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 79, frá 2. nóvember 2023, bls. 389.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2049 frá 24. október 2022 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/2325 er varðar viðurkenningu á tilteknum eftirlitsyfirvöldum og eftirlitsaðilum að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið. Reglugerðin er innleidd á grundvelli ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2023, frá 27. október 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83, frá 16. nóvember 2023, bls. 422.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2468 frá 15. desember 2022 um leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/2325 er varðar viðurkenningu á eftirlitsaðilanum „IMOCERT Latinoamérica Ltda“ að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið. Reglugerðin er innleidd á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 259/2023, frá 27. október 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83, frá 16. nóvember 2023, bls. 428.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/186 frá 27. janúar 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/2325 er varðar viðurkenningu á tilteknum eftirlitsyfirvöldum og eftirlitsaðilum að því er varðar innflutning á lífrænt ræktuðum vörum inn í Sambandið. Reglugerðin er innleidd á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 259/2023, frá 27. október 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83, frá 16. nóvember 2023, bls. 430.
2. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 93/1995 um matvæli.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 24. nóvember 2023.
Svandís Svavarsdóttir.
|