1. gr.
Við c-lið 4. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir töluliðir, 40 og 41, sem orðast svo:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/862 frá 1. júní 2022 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 474/2006 að því er varðar skrá yfir flugrekendur sem bannað er að stunda flugrekstur eða sæta rekstrartakmörkunum innan Sambandsins.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2295 frá 23. nóvember 2022 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 474/2006 að því er varðar skrá yfir flugrekendur sem bannað er að stunda flugrekstur eða sæta rekstrartakmörkunum innan Sambandsins.
2. gr.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar gerðir:
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/862 frá 1. júní 2022 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 474/2006 að því er varðar skrá yfir flugrekendur sem bannað er að stunda flugrekstur eða sæta rekstrartakmörkunum innan Sambandsins, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71 frá 17. mars 2023. Framkvæmdarreglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 30, frá 20. apríl 2023, bls. 489-505.
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/2295 frá 23. nóvember 2022 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 474/2006 að því er varðar skrá yfir flugrekendur sem bannað er að stunda flugrekstur eða sæta rekstrartakmörkunum innan Sambandsins, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 72 frá 17. mars 2023. Framkvæmdarreglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 30, frá 20. apríl 2023, bls. 506-519.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 228. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 30. maí 2023.
F. h. r.
Valgerður B. Eggertsdóttir.
Eggert Ólafsson.
|