1. gr.
5. mgr. töluliðar 2 í 70. gr. reglnanna orðast svo í heild sinni:
Stafrænt eintak ritgerðar skal vera aðgengilegt í tvær vikur áður en vörn fer fram. Ef stafrænt eintak lokaritgerðar er vistað lokað á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni skal útprentað eintak ritgerðar liggja frammi á skrifstofu deildar og á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni tveimur vikum fyrir vörn.
2. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á 97. gr. reglnanna:
- Í stað orðanna „BS-prófs“ í a-lið koma orðin: BS-gráðu.
- Í stað orðanna „BS-prófs“ í b-lið koma orðin: BS-gráðu.
- Í stað orðsins „meistaraprófs“ í d-lið kemur orðið: meistaragráðu.
- Í stað orðsins „meistaraprófs“ í e-lið kemur orðið: meistaragráðu.
- Í stað orðsins „meistaraprófs“ í f-lið kemur orðið: meistaragráðu.
- Í stað orðsins „meistaraprófs“ í g-lið kemur orðið: meistaragráðu.
- Í stað orðsins „meistaraprófs“ í h-lið kemur orðið: meistaragráðu.
- Í stað orðsins „doktorsprófs“ í i-lið kemur orðið: doktorsgráðu.
- Í stað orðsins „doktorsprófs“ í j-lið kemur orðið: doktorsgráðu.
- Í stað orðsins „doktorsprófs“ í k-lið kemur orðið: doktorsgráðu.
- Á eftir 4. mgr. bætist við ný málsgrein sem orðast svo:
Meistaranám í hjúkrunarfræði er 120 eininga nám og telst ársnám 60 einingar. Deildin setur nánari reglur um nám til meistaraprófs sem háskólaráð staðfestir, sbr. ákvæði 66. og 69. gr. þessara reglna.
- Núverandi 10. mgr. fellur brott.
3. gr.
Eftirtaldar breytingar verða á 98. gr. reglnanna:
- Í stað orðanna „BS-próf“ í 1. málsl. 7. mgr. koma orðin: BS-gráða.
- 2. málsl. 7. mgr. orðast svo: Stúdent í 240 eininga námi til BS-gráðu í hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf fær 22 skilgreindar einingar metnar sem hluta námsins við inntöku í það.
- Í stað orðanna „BS-próf“ í 1. málsl. 10. mgr. koma orðin: BS-gráða.
4. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 13. mars 2025.
Jón Atli Benediktsson.
|