Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 318/2025

Nr. 318/2025 13. mars 2025

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

5. mgr. töluliðar 2 í 70. gr. reglnanna orðast svo í heild sinni:

Stafrænt eintak ritgerðar skal vera aðgengilegt í tvær vikur áður en vörn fer fram. Ef stafrænt eintak lokaritgerðar er vistað lokað á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni skal útprentað eintak ritgerðar liggja frammi á skrifstofu deildar og á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni tveimur vikum fyrir vörn.

 

2. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 97. gr. reglnanna:

  1. Í stað orðanna „BS-prófs“ í a-lið koma orðin: BS-gráðu.
  2. Í stað orðanna „BS-prófs“ í b-lið koma orðin: BS-gráðu.
  3. Í stað orðsins „meistaraprófs“ í d-lið kemur orðið: meistaragráðu.
  4. Í stað orðsins „meistaraprófs“ í e-lið kemur orðið: meistaragráðu.
  5. Í stað orðsins „meistaraprófs“ í f-lið kemur orðið: meistaragráðu.
  6. Í stað orðsins „meistaraprófs“ í g-lið kemur orðið: meistaragráðu.
  7. Í stað orðsins „meistaraprófs“ í h-lið kemur orðið: meistaragráðu.
  8. Í stað orðsins „doktorsprófs“ í i-lið kemur orðið: doktorsgráðu.
  9. Í stað orðsins „doktorsprófs“ í j-lið kemur orðið: doktorsgráðu.
  10. Í stað orðsins „doktorsprófs“ í k-lið kemur orðið: doktorsgráðu.
  11. Á eftir 4. mgr. bætist við ný málsgrein sem orðast svo:
      Meistaranám í hjúkrunarfræði er 120 eininga nám og telst ársnám 60 einingar. Deildin setur nánari reglur um nám til meistaraprófs sem háskólaráð staðfestir, sbr. ákvæði 66. og 69. gr. þessara reglna.
  12. Núverandi 10. mgr. fellur brott.

 

3. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 98. gr. reglnanna:

  1. Í stað orðanna „BS-próf“ í 1. málsl. 7. mgr. koma orðin: BS-gráða.
  2. 2. málsl. 7. mgr. orðast svo: Stúdent í 240 eininga námi til BS-gráðu í hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf fær 22 skilgreindar einingar metnar sem hluta námsins við inntöku í það.
  3. Í stað orðanna „BS-próf“ í 1. málsl. 10. mgr. koma orðin: BS-gráða.

 

4. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 13. mars 2025.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 27. mars 2025