Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1452/2022

Nr. 1452/2022 1. desember 2022

GJALDSKRÁ
fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Norðurþingi.

1. gr.

Árlegt þjónustugjald vegna meðhöndlunar og förgunar úrgangs í Norðurþingi til þess að standa undir kostnaði við sorphirðu, er sem hér segir:

  1. Á hverja íbúð í þéttbýli, íbúðarhús utan þéttbýlis eða lögbýli, greiði húseigandi þjónustugjald: kr. 68.904.
  2. Á hvert frístundahús (sumarbústaðir o.þ.h.) greiðist þjónustugjald sem nemur 50% af fullu sorphirðugjaldi. Hálft gjald nemur kr. 34.541.
    Sumarhúsaeigendur fá klippikort og aðgang að gámasvæðum.

 

2. gr.

A. Rúmmál íláta og tíðni losana:
   
  Húsavík:
  Grá tunna 240 l     21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti.
  Brún tunna 120 l     21 dagur milli losana í 32 vikur
          14 dagar milli losana í 20 vikur, 20,5 skipti.
  Græn tunna 240 l     21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti.
   
  Reykjahverfi:
  Grá tunna 660 l     42 dagar milli losana (6 vikur), 8,7 skipti.
  Brún tunna 120 l     21 dagur milli losana í 32 vikur.
          14 dagar milli losana í 20 vikur, 20,5 skipti.
  Græn tunna 660 l     42 dagar milli losana (6 vikur), 8,7 skipti.
   
  Kópasker og Raufarhöfn:
  Eigin tunnur/ruslapokar     14 dagar milli losana (2 vikur), 26,9 skipti.
  Græn tunna 240 l     28 dagar milli losana (4 vikur), 13,4 skipti.
  Blá tunna 240 l     28 dagar milli losana (4 vikur), 13,4 skipti.
   
  Kelduhverfi, Öxarfjörður og Melrakkaslétta:
  Aðgangur að gámasvæðum
  Græn tunna 240 l     28 dagar milli losana (4 vikur) 13,4 skipti.
  Blá tunna 240 l     28 dagar milli losana (4 vikur) 13,4 skipti.
   
B. Greiðendur sorphirðugjalda geta óskað eftir stækkun íláta gegn viðbótargjaldi.
   
  Húsavík:
  Grá tunna 660 l kr. 17.244 21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti.
  Grá tunna 1.100 l kr. 17.244 21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti
  Græn tunna 660 l kr.   7.355 21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti
  Græn tunna 1.100 l kr.   7.355 21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti
   
  Reykjahverfi:
  Grá tunna 1.100 l kr. 17.921 21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti.
           
  Græn tunna 1.100 l kr.   7.562 21 dagur milli losana (3 vikur), 17,5 skipti

 

3. gr.

Gjöld fyrir meðhöndlun og urðun úrgangs samkvæmt 1. gr. skal innheimta með fasteigna­gjöldum. Gjöldin eru tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign tvö ár eftir gjalddaga.

 

4. gr.

Gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar:

Í sorpstöð er notast við klippikort sem veitir aðgang að sorpstöð og nær yfir allan gjaldskyldan úrgang.

Innifalið í þjónustugjaldi er klippikort sem veitir heimild til að losa allt að 400 kg á ári, skipt niður í 20 losanir eða „klipp“.

Þjónustuaðili býður upp á viðbótarklippikort í þeim tilfellum sem klippikort innifalin í þjón­ustugjaldi eru að fullu nýtt. Verð á viðbótarklippikorti er skv. gjaldskrá þjónustuaðila.

Fyrirtæki greiða fyrir þjónustu í samræmi við gjaldskrá þjónustuaðila.

 

5. gr.

Tekið er á móti úrgangi sem úrvinnslugjald er lagt á, án endurgjalds.

Ekki er tekið gjaldfrjálst á móti dýrahræjum, en hægt er að framvísa klippikorti í þeim tilfellum eins og þegar um annan gjaldskyldan úrgang er að ræða.

Starfsmaður þjónustuaðila aðstoðar við að flokka úrgang að fenginni lýsingu úrgangshafa. Los­endur úrgangs eru ábyrgir fyrir greiðslu gjaldskylds úrgangs. Framvísun klippikorts er ígildi greiðslu.

 

6. gr.

Sveitarfélagið Norðurþing rekur urðunarstað á Kópaskeri þar sem heimilt er að urða úrgang sem á uppruna sinn á Kópaskeri, Raufarhöfn eða í dreifbýli í nágrenni þeirra. Heimilt er að taka við úrgangi sem hefur verið meðhöndlaður og flokkast ekki undir spilliefni samkvæmt reglugerð nr. 184/2002 um skrá yfir spilliefni og annan úrgang.

Sveitarfélagið Norðurþing rekur urðunarstað í Laugardal við Húsavík þar sem heimilt er að urða úrgang sem hefur verið meðhöndlaður og telst til óvirks úrgangs, sbr. tl. 2.1 í II. viðauka við reglu­gerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs.

Tekið er gjald fyrir móttöku sorps til urðunar sem ætlað er að standa undir rekstri urðunarstaða.

 

7. gr.

Gjald fyrir urðun úrgangs á urðunarstöðum í rekstri Norðurþings:

Kópasker

Allir flokkar sem er heimilt að urða     12,10 kr./kg (auk vsk ef við á).

 

8. gr.

Skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings er heimilt að gera sérstaka samninga um móttöku úrgangs og aðra þjónustuþætti þegar um er að ræða afmarkaðri eða víðtækari þjónustu en gjaldskrá tekur til.

 

9. gr.

Verði vanskil á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er hægt að innheimta gjöld með fjárnámi hjá gjaldanda án undangengins dóms, sbr. 4. mgr. 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, sbr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1989.

 

10. gr.

Gjaldskrá þessi er samþykkt af skipulags- og framkvæmdaráði og staðfest í sveitarstjórn Norður­þings 1. desember 2022, með stoð í 13. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Norður­þingi, nr. 646/2017, sbr. 43. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, og 23. gr. laga um með­höndlun úrgangs, nr. 55/2003. Gjaldskrá þessi tekur gildi 1. janúar 2023. Jafnframt fellur úr gildi gjald­skrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Norðurþingi nr. 1518/2021.

 

Norðurþingi, 1. desember 2022.

 

Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 21. desember 2022