1. gr.
Vatnsgjald og stofn til álagningar.
Vatnsgjald af íbúðarhúsnæði er 0,09% af fasteignamati allra mannvirkja og lóða, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum.
Vatnsgjald af atvinnuhúsnæði er 0,09% af fasteignamati mannvirkja og lóða, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum.
2. gr.
Notkunargjald.
Notkunargjald (aukavatnsskattur) leggst á stórnotendur skv. mæli krónur 38,95 pr. m³.
3. gr.
Heimæðargjald.
Eigandi fasteignar skal greiða kostnað við lagningu heimæðar og uppsetningu að húsi skv. gjaldskrá þessari. Um heimæðargjald gilda að öðru leyti lög um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, með síðari breytingum, reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005, með síðari breytingum og reglugerð um Veitustofnun Seltjarnarness nr. 237/2011.
Fjárhæðir gjalda vegna heimæða eru eftirfarandi:
|
Fyrir heimæð |
25-32 mm |
148.515 kr. |
|
Fyrir heimæð |
40-63 mm |
276.775 kr. |
|
Fyrir heimæð stærri en |
63 mm |
464.405 kr. |
|
Viðbótargjald fyrir heimæð lengri en |
20 m |
1.995 kr. pr. m |
Gjaldið skal taka breytingum í janúar ár hvert miðað við byggingarvísitölu og skal grunnvísitala vera byggingarvísitala í febrúar 2018 137,0 stig.
4. gr.
Gjalddagar.
Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og gjalddagar fasteignaskatta og greiðist vatnsgjaldið með fasteignasköttum. Þegar heimlögn hefur verið lögð er heimlagnargjald gjaldkræft, sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 237/2011 um Veitustofnun Seltjarnarness.
5. gr.
Ábyrgð á greiðslu gjalda.
Skráður eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu vatnsgjalds og heimæðargjalds. Ef notandi er annar en eigandi, ber hann ábyrgð á greiðslu notkunargjalds.
Vatnsgjaldi og heimæðargjaldi, ásamt innheimtukostnaði og vöxtum, fylgir lögveðsréttur í fasteign í tvö ár frá gjalddaga. Lögveðið gengur fyrir eldri sem yngri samnings- og aðfararveðum og yngri lögveðum, skv. 9. gr. laga nr. 32/2004, með síðari breytingum. Notkunargjald og leigugjald fyrir vatnsmæli, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum, má taka fjárnámi.
6. gr.
Gildistaka gjaldskrár.
Gjaldskrá þessi er staðfest og samþykkt af bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, skv. 7. mgr. 5. gr. og 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, með síðari breytingum, 11. gr. reglugerðar nr. 401/2005 um vatnsveitur sveitarfélaga, með síðari breytingum, og 6. gr. reglugerðar fyrir Veitustofnun Seltjarnarness nr. 237/2011, til að öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, kalt vatn, nr. 787/2012, með síðari breytingum.
Samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, 23. maí 2018.
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.
|