Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 978/2018

Nr. 978/2018 23. október 2018

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Á eftir 10. mgr. 47. gr. reglnanna bætist við ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða.

Fagháskólanám. Þrátt fyrir ákvæði 2., 3. og 4. mgr. skal eftirfarandi gilda um háskólaárin 2018-2019, 2019-2020 og 2020-2021: Öðrum en þeim sem uppfylla skilyrði um inntöku í grunnnám í Háskóla Íslands má í tilraunaskyni heimila að hefja skilgreint fagháskólanám sem skipulagt er af háskóladeild og leitt getur til inntöku í grunnnám til prófgráðu í viðeigandi námsleið. Fag­háskóla­nám er að lágmarki 60 eininga nám á faglegri ábyrgð deildar og að jafnaði skipulagt sem tveggja ára nám með starfi og eftir atvikum 30 eininga starfsþjálfun til viðbótar. Standist nemandi náms­kröfur fagháskólanámsins getur hann hafið grunnnám til prófgráðu (bakkalárgráðu) í við­eig­andi námsleið og fengið 60 eininga fagháskólanámið metið sem hluta af því námi.

Við inntöku í fagháskólanám skal við það miðað að umsækjandi hafi þriggja ára starfsreynslu í viðeigandi starfsgrein og hafi aflað undirbúnings sem telst eftir atvikum sambærilegur við þann sem felst í staðfestri námsbraut fyrir leikskólaliða (leikskólabrú) samkvæmt gildandi aðalnámskrá framhaldsskóla. Hliðstæðar kröfur eiga við um inntöku nemenda í annað fagháskólanám sem kann að verða skipulagt í tilraunaskyni. Viðkomandi deild tekur ákvörðun um inntöku í fagháskólanám í samráði við sviðsstjóra kennslusviðs.

2. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 23. október 2018.

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 7. nóvember 2018