1. gr.
Almennt.
Sveitarfélagið Hornafjörður innheimtir gjald fyrir lagningu heimæðar skv. 5. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.
Jafnframt innheimtir sveitarfélagið vatnsgjald og notkunargjald skv. 6. og 7. gr. laganna.
2. gr.
Vatnsgjald.
Vatnsgjald skal innheimt árlega af öllum fasteignum í Sveitarfélaginu Hornafirði sem eru tengdar við vatnsveitu sveitarfélagsins.
Álagningarstofn fyrir vatnsgjald skal vera 0,155% af fasteignamati fasteignar í heild, sbr. 6. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.
Vatnsgjald er innheimt með fasteignagjöldum.
3. gr.
Notkunargjald.
Auk vatnsgjalds skulu fyrirtæki, og aðrir, sem nota vatn frá vatnsveitu í atvinnustarfsemi eða til annars en heimilisþarfa greiða notkunargjald skv. 7. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.
Notkunargjald skal að jafnaði innheimt samkvæmt mæli sem Vatnsveita Sveitarfélagsins Hornafjarðar leggur til skv. 4. gr. Verði mældri notkun eigi við komið er heimilt að innheimta notkunargjald samkvæmt áætlaðri notkun.
Notkunargjald er 35 kr./m³.
4. gr.
Mælaleiga.
Verði mældri notkun við komið lætur Vatnsveita Sveitarfélagsins Hornafjarðar þeim er greiða skulu notkunargjald í té löggilta vatnsmæla. Notandi skal sjá fyrir aðstöðu fyrir mæli. Vatnsveitan er eigandi vatnsmælanna og er óheimilt að rjúfa innsigli mælis nema með hennar leyfi.
Notandi skal greiða árlegt gjald fyrir leigu mælis sem hér segir:
a) |
Stærð mælis ≤ 40 mm |
23.000 kr. |
b) |
Stærð mælis 40 – 63 mm |
<47.000 kr. |
Leiga á vatnsmælum sem eru stærri en 63 mm er reiknuð út hjá Vatnsveitu Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
5. gr.
Heimæðargjald.
Heimæðargjald vatnsveitu skal innheimt af öllum fasteignum er vatns geta notið frá vatnsveitu Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Til þess að heimæð vatnsveitu fáist skal vera búið að tengja fasteign við fráveitu. Gjaldið skal innheimt við veitingu byggingarleyfis eða afhendingu heimæðar. Sama gjald skal greiða við endurnýjun heimæða sem ekki eru í eigu vatnsveitunnar. Heimæðargjald vatnsveitu skal vera eftirfarandi:
a) |
Fyrir hverja tengingu ≤ 40 mm |
300.000 kr. |
b) |
Fyrir hverja tengingu 40 – 63 mm |
410.000 kr. |
Innifalið í heimæðargjaldi er allt að 50 metra lögn. Ef heimæð er lengri en 50 metrar bætist við 2% yfirlengdargjald á hvern metra.
Heimæðargjöld fyrir inntök stærri en 63 mm eru reiknuð út hjá Vatnsveitu Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
6. gr.
Vísitölubinding gjalda.
Gjöld skv. gjaldskrá þessari taka breytingum í samræmi við breytingar á vísitölu byggingarkostnaðar sem er 159,3 stig í desember 2021 að vatnsgjaldi undanskildu.
7. gr.
Lögveðsréttur.
Vatnsgjaldi og heimæðargjaldi, ásamt innheimtukostnaði og vöxtum, fylgir lögveðsréttur í fasteigninni í tvö ár frá gjalddaga, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.
8. gr.
Gildistaka.
Gjaldskrá þessi er sett í samræmi við lög um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, með síðari breytingum, og reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005 og öðlast gildi við birtingu.
Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá embættis byggingar- og skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar nr. 291/2014 er varðar vatnsveitu.
Samþykkt í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 9. desember 2021.
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.
|