1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir 1. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, 2. málsl., sem orðast svo: Við alþingiskosningar 2024 skal ríkissjóður greiða hverju sveitarfélagi 940 kr. fyrir hvern kjósanda á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi og 699.200 kr. fyrir hvern kjörstað.
- Á eftir orðinu „forsetakosningum“ í 3. mgr. kemur: og alþingiskosningum.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 139. gr. kosningalaga, nr. 112/2021, öðlast þegar gildi. Ákvæði 7. gr. reglugerðarinnar skal tekið til endurskoðunar fyrir árslok 2025.
Dómsmálaráðuneytinu, 25. október 2024.
F. h. r.
Haukur Guðmundsson.
|