Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 854/2022

Nr. 854/2022 11. júlí 2022

REGLUR
um umgjörð viðskipta með fjármálagerninga.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga hvað varðar:

  1. Kröfur um viðskiptavaktarsamninga og viðskiptavaktarkerfi, skv. 26. og 84. gr. laganna.
  2. Gögnin sem viðskiptastaðir eiga að birta um gæði framkvæmdar viðskipta, skv. 48. gr. laganna.
  3. Árlega birtingu verðbréfafyrirtækja á upplýsingum um auðkenni viðskiptastaða og gæði framkvæmdar, skv. 48. gr. laganna.
  4. Tímabundna stöðvun viðskipta með fjármálagerninga og töku þeirra úr viðskiptum skv. 57. og 93. gr. laganna.
  5. Snið og tímasetningu tilkynninga og birtingar á tímabundinni stöðvun viðskipta með fjármálagerninga og töku þeirra úr viðskiptum, skv. 57. og 93. gr. laganna.
  6. Ákvörðun um mikilvægi markaðar með tilliti til seljanleika í tengslum við tilkynningar um tímabundna stöðvun viðskipta skv. 83. og 93. gr. laganna.
  7. Hlutfall óframkvæmdra tilboða miðað við viðskipti í því skyni að koma í veg fyrir ótilhlýðilegar viðskiptaaðstæður, skv. 85. gr. laganna.
  8. Pakkafyrirmæli, skv. 9. gr. MiFIR.
  9. Skyldu til að halda skrá um viðeigandi gögn að því er varðar tilboð með fjármálagerninga, skv. 25. gr. MiFIR.
  10. Skýrslugjöf um viðskipti til lögbærra yfirvalda, skv. 26. gr. MiFIR.

 

2. gr.

Tilvísanir.

Áætlun um viðskiptavakt: Tilvísanir í reglum þessum til áætlunar um viðskiptavakt skv. 17. og 48. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til áætlunar um viðskiptavakt skv. 26. og 84. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Beinn rafrænn aðgangur: Tilvísanir í reglum þessum til beins rafræns aðgangs eins og hann er skilgreindur í 41. lið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til beins rafræns aðgangs eins og hann er skilgreindur í 5. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Bindandi skriflegur samningur: Tilvísanir í reglum þessum til bindandi skriflegs samnings eins og um getur í b-lið 3. mgr. 17. gr. og 2. mgr. 48. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til skriflegs samnings skv. 2. tölulið 1. mgr. 26. gr. og 84. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Pöruð miðlaraviðskipti: Tilvísanir í reglum þessum til paraðra miðlaraviðskipta (e. matched principal trading), sbr. 38. tölulið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB, skal skilja sem tilvísun til jafnaðra eigin viðskipta skv. 27. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Skylda til að mynda seljanleika: Tilvísanir í reglum þessum til skyldu verðbréfafyrirtækja til að mynda seljanleika með reglubundnum og fyrirsjáanlegum hætti eins og mælt er fyrir um í a-lið 3. mgr. 17. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til skyldu skv. 1. tölulið 1. mgr. 26. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Viðskipti fyrir eigin reikning: Tilvísanir í reglum þessum til viðskipta fyrir eigin reikning skv. 6. tölulið 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til viðskipta fyrir eigin reikning skv. 70. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Viðskipti sem draga úr áhættu: Tilvísanir í reglum þessum til viðskipta sem draga úr áhættu á hátt sem unnt er að mæla hlutlægt í samræmi við 57. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til áhættustýringarskv. 100. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Framseljanlegt verðbréf í skilningi a-liðar 44. liðar 1. mgr. 4. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til framseljanlegra verðbréfa í skilningi a-liðar 44. töluliðar 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til verðbréfa skv. a-lið 63. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Framseljanlegt verðbréf í skilningi b-liðar 44. liðar 1. mgr. 4. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til framseljanlegra verðbréfa í skilningi a-liðar 44. töluliðar 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til verðbréfa skv. b-lið 63. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Verðbréf skv. c-lið 44. liðar 1. mgr. 4. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til verðbréfs samkvæmt c-lið 44. liðar 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til verðbréfs samkvæmt. c-ið 63. töluliðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Verðbréfafyrirtæki sem fellur undir 1. mgr. 4. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til verðbréfafyrirtækis sem fellur undir 1. mgr. 4. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til verðbréfafyrirtækis með starfsleyfi skv. lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Þjónusta fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar (CTP): Tilvísanir í reglum þessum til sameinaðra viðskiptaupplýsinga sem komið var á fót skv. 65. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til þjónustu fyrir sameinaðar viðskiptaupplýsingar skv. 110. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72 frá 11. nóvember 2021, bls. 1-6, 12-15 og 41-46, nr. 78 frá 9. desember 2021 bls. 323-363, nr. 4. frá 17. janúar 2022 bls. 1-30 og 39-46 og nr. 16 frá 10. mars 2022 bls. 1-5, með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 88 frá 31. október 2019, bls. 7-19, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. (ESB) 2017/566 frá 18. maí 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir hlutfall óframkvæmdra tilboða miðað við viðskipti í því skyni að koma í veg fyrir ótilhlýðilegar viðskiptaaðstæður.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. (ESB) 2017/569 frá 24. maí 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir tímabundna stöðvun viðskipta með fjármálagerninga og töku þeirra úr viðskiptum.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. (ESB) 2017/570 frá 26. maí 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla til að ákvarða um mikilvægi markaðar með tilliti til seljanleika í tengslum við tilkynningar um tímabundna stöðvun viðskipta.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/575 frá 8. júní 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla varðandi gögnin sem viðskiptastaðir eiga að birta um gæði framkvæmdar viðskipta.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/576 frá 8. júní 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir árlega birtingu verðbréfafyrirtækja á upplýsingum um auðkenni viðskiptastaða og gæði framkvæmdar.
  6. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. (ESB) 2017/578 frá 13. júní 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina kröfurnar um viðskiptavaktarsamninga og viðskiptavaktarkerfi.
  7. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/580 frá 24. júní 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla til að halda utan um viðeigandi gögn að því er varðar tilboð með fjármálagerninga.
  8. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/590 frá 28. júlí 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um skýrslugjöf um viðskipti til lögbærra yfirvalda.
  9. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1005 frá 15. júní 2017 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar snið og tímasetningu tilkynninga og birtingar á tímabundinni stöðvun viðskipta með fjármálagerninga og töku þeirra úr viðskiptum samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga.
  10. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2194 frá 14. ágúst 2017 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga að því er varðar pakkafyrirmæli.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 3. mgr. 26. gr., 12. mgr. 48. gr., 6. mgr. 57. gr., 5. mgr. 83. gr., 4. mgr. 84. gr., 3. mgr. 85. gr. og 9. mgr. 93. gr. og 1., 19. og 20. tölulið 145. gr. laga nr. 115/2021 um markaði með fjármálagerninga, taka gildi þegar í stað. Á sama tíma falla úr gildi reglur nr. 233/2022 um umgjörð viðskipta með fjármálagerninga.

 

Seðlabanka Íslands, 11. júlí 2022.

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 14. júlí 2022