1. gr.
Á eftir „4. gr.“ í d-lið 2. mgr. 1. gr. reglnanna kemur: og 4. gr. a.
2. gr.
Á eftir 4. gr. reglnanna kemur ný grein, 4. gr. a, ásamt fyrirsögn, sem orðast svo:
Lausafjárhlutfall í íslenskum krónum.
- Auk lausafjárhlutfalls skv. 3. gr. skal lausafjárhlutfall lánastofnunar í íslenskum krónum á hverjum tíma vera a.m.k. 50% og reiknað samkvæmt jöfnu 1. mgr. 3. gr.
- Ákvæði 5. mgr. 3. gr. á við falli lausafjárhlutfall lánastofnunar í íslenskum krónum undir það lágmark sem sett er í 1. mgr. þessarar greinar.
3. gr.
Orðin „og 6.“ í 3. mgr. 4. gr. reglnanna falla brott.
4. gr.
Á eftir „4. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 19. gr. reglnanna kemur: og 4. gr. a.
5. gr.
Fyrirsögn 30. gr. reglnanna orðast svo: Viðbótarútflæði.
6. gr.
10. mgr. 31. gr. reglnanna fellur brott.
7. gr.
Á eftir 31. gr. reglnanna kemur ný grein, 31. gr. a, ásamt fyrirsögn, sem orðast svo:
Útflæði vegna skuldbindinga sem falla ekki undir önnur ákvæði kaflans.
Lausafjárútflæði sem leiðir af skuldbindingum sem falla í gjalddaga innan 30 daga, öðrum en þeim sem vísað er til í 23.-31. gr., fær 100% vægi.
8. gr.
Á eftir „4. gr.“ í 1. mgr. 37. gr. reglnanna kemur: og 4. gr. a.
9. gr.
Við reglurnar bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
Bráðabirgðaákvæði vegna lausafjárhlutfalls í íslenskum krónum.
- Þrátt fyrir 1. mgr. 4. gr. a skal lágmark lausafjárhlutfalls lánastofnunar vera með eftirfarandi hætti:
- Frá gildistöku reglna þessara til og með 31. desember 2020 skal lausafjárhlutfall lánastofnunar í íslenskum krónum að lágmarki vera 30%.
- Frá 1. janúar 2021 til og með 31. desember 2021 skal lausafjárhlutfall lánastofnunar í íslenskum krónum að lágmarki vera 40%.
- Bráðabirgðaákvæði þetta fellur úr gildi 1. janúar 2022 en frá og með þeim degi skal lágmark lausafjárhlutfalls lánastofnunar í íslenskum krónum vera í samræmi við 1. mgr. 4. gr. a reglna þessara.
10. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 1. mgr. 12. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, öðlast gildi 1. janúar 2020.
Reykjavík, 17. desember 2019.
Seðlabanki Íslands,
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Haukur C. Benediktsson framkvæmdastjóri. |
|