1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar mæla fyrir um upplýsingagjöf fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna sölu sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri. Reglurnar fela í sér nánari útfærslu á reglugerð (ESB) 2019/1156 um að auðvelda dreifingu sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri, sbr. 2. gr. a laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, 2. gr. a laga nr. 116/2021 um verðbréfasjóði og 4. mgr. 2. gr. laga nr. 31/2022 um evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði.
2. gr.
Innleiðing reglugerðar.
Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/955 frá 27. maí 2021, um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir beitingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 að því er varðar eyðublöð, sniðmát, verklagsreglur og tæknilegar ráðstafanir fyrir birtingar og tilkynningar á reglum, gjöldum og þóknunum vegna markaðssetningar og þær upplýsingar sem á að senda til að koma upp og viðhalda miðlægu gagnasafni um markaðssetningu sérhæfðra sjóða og verðbréfasjóða yfir landamæri, ásamt eyðublöðum, sniðmátum og verklagsreglum fyrir miðlun slíkra upplýsinga. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2022 frá 10. júní 2022. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 26. janúar 2023, bls. 428-442.
3. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 3. mgr. 134. gr. laga nr. 116/2021, 3. mgr. 117. gr. laga nr. 45/2020 og 6. mgr. 16. gr. laga nr. 31/2022, öðlast þegar gildi.
Seðlabanka Íslands, 12. október 2023.
|
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. |
Linda Kolbrún Björgvinsdóttir framkvæmdastjóri. |
|