Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1126/2023

Nr. 1126/2023 12. október 2023

REGLUR
um upplýsingagjöf fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna sölu sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar mæla fyrir um upplýsingagjöf fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna sölu sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri. Reglurnar fela í sér nánari útfærslu á reglugerð (ESB) 2019/1156 um að auðvelda dreifingu sjóða um sameiginlega fjárfestingu yfir landamæri, sbr. 2. gr. a laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, 2. gr. a laga nr. 116/2021 um verðbréfa­sjóði og 4. mgr. 2. gr. laga nr. 31/2022 um evrópska áhættufjármagnssjóði og evrópska félagslega framtakssjóði.

 

2. gr.

Innleiðing reglugerðar.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/955 frá 27. maí 2021, um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir beitingu reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156 að því er varðar eyðublöð, sniðmát, verklagsreglur og tæknilegar ráðstafanir fyrir birtingar og tilkynningar á reglum, gjöldum og þóknunum vegna mark­aðssetningar og þær upplýsingar sem á að senda til að koma upp og viðhalda miðlægu gagna­safni um markaðssetningu sérhæfðra sjóða og verðbréfasjóða yfir landamæri, ásamt eyðublöðum, snið­mátum og verklagsreglum fyrir miðlun slíkra upplýsinga. Reglugerðin var tekin upp í EES-samn­inginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndar­innar nr. 187/2022 frá 10. júní 2022. Reglugerðin er birt í EES-við­bæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 8 frá 26. janúar 2023, bls. 428-442.

 

3. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 3. mgr. 134. gr. laga nr. 116/2021, 3. mgr. 117. gr. laga nr. 45/2020 og 6. mgr. 16. gr. laga nr. 31/2022, öðlast þegar gildi.

 

Seðlabanka Íslands, 12. október 2023.

 

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Linda Kolbrún Björgvinsdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 27. október 2023