1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:
- Á eftir orðinu „fjársýsluskattur“ í 2. mgr. kemur: sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki.
- Í stað orðsins „Menn“ í 3. mgr. kemur: Einstaklingar.
2. gr.
3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Árlegir gjalddagar eftirtalinna gjalda eru sem hér segir:
Gjalddagar einstaklinga vegna sérstaks gjalds til Ríkisútvarpsins ohf. eru 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst. Gjalddagi vegna gjalds í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingar vegna heimilisstarfa, ógreidds fjársýsluskatts og ógreidds tryggingagjalds, sem ríkisskattstjóri ákvarðar vegna hlunninda, og fjársýsluskatts og tryggingagjalds, sem undanþegið er staðgreiðslu skal vera einn, 1. júní.
Gjalddagi lögaðila vegna sérstaks gjalds til Ríkisútvarpsins ohf., ógreidds fjársýsluskatts og ógreidds tryggingagjalds, sem ríkisskattstjóri ákvarðar vegna hlunninda, og fjársýsluskatts og tryggingagjalds, sem undanþegið er staðgreiðslu er 1. október.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 112., 114. og 121. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, og 22. gr. laga nr. 81/2003, um fjarskipti, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 17. janúar 2020.
F. h. r.
Helga Jónsdóttir.
Ingibjörg Helga Helgadóttir.
|