1. gr.
3. mgr. 4. gr. reglnanna fellur brott.
2. gr.
1. mgr. 7. gr. reglnanna orðast svo: Fjöldi nemenda á vormisseri 1. námsárs 2022-2023 í tannlæknisfræði takmarkast við töluna 10. Frá og með háskólaárinu 2023-2024 gildir að á grunni niðurstöðu inntökuprófs eru 40 nemendur teknir inn á haustmisseri í tannlæknisfræði og af þeim takmarkast fjöldi nemenda á vormisseri 1. námsárs í tannlæknisfræði við töluna 8 á grundvelli niðurstöðu í samkeppnisprófum í lok haustmisseris.
3. gr.
Í stað tölunnar „2“ í 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. a. reglnanna kemur: 4.
4. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum fræðasviða, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 25. janúar 2023.
Jón Atli Benediktsson.
|