Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1110/2021

Nr. 1110/2021 20. september 2021

REGLUGERÐ
um sameiningu annars vegar heilbrigðiseftirlits Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar við Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði og hins vegar sameiningu heilbrigðiseftirlits Kjósarhrepps við Vesturlandssvæði.

1. gr.

Kjósarsvæði, sbr. 10. tölulið 2. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunvarnir, er skipt upp og sameinað öðrum eftirlitssvæðum sem hér segir:

  1. Kjósarhreppur sameinast Vesturlandssvæði, sbr. 2. tölulið 2. mgr. 45. gr. laganna, og
  2. Seltjarnarnesbær og Mosfellsbær sameinast Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði, sbr. 9. tölu­lið 2. mgr. 45. gr. laganna.

Sameiningu, sbr. 1. mgr., skal lokið 1. janúar 2022.

 

2. gr.

Eftir sameiningu, sbr. 1. gr., skal, ef þörf er á, kjósa nýjar heilbrigðisnefndir á Vesturlandssvæði og á Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði sem skulu starfa fram yfir næstu sveitarstjórnar­kosningar, sbr. 1. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998. Kjósa skal nýja heilbrigðisnefnd eftir hverjar sveitarstjórnar­kosningar á hvoru svæði. Í hvorri nefnd skulu eiga sæti sex menn, fimm kosnir af hlutaðeigandi sveitar­­stjórnum, þar af skal einn vera formaður, og einn tilnefndur af samtökum atvinnurekenda á eftirlits­svæðinu. Atkvæði formanns ræður úrslitum ef atkvæði falla jafnt í nefndinni. Náttúruverndar­nefndir sveitar­félaga á eftirlitssvæðinu eiga rétt á að tilnefna einn fulltrúa í nefndina til viðbótar en hann hefur ekki atkvæðisrétt við afgreiðslu mála í nefndinni. Sömu reglur gilda um varamenn.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett er með stoð í 3. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og meng­unarvarnir og að höfðu samráði við sveitarfélög á Vesturlandi, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ, Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp og að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar. Reglugerðin er enn fremur sett að höfðu samráði við Sam­band íslenskra sveitarfélaga skv. 3. mgr. 45. gr. laganna.

Reglugerð þessi tekur þegar gildi.

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 20. september 2021.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.


B deild - Útgáfud.: 4. október 2021