Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 528/2024

Nr. 528/2024 12. apríl 2024

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 122/2004 um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á IX. kafla viðauka I við reglugerðina:

  1. Í 1. tölulið 2. reglu bætast við eftirfarandi orðskýringar:
    r) „GMDSS“, Global Maritime Distress and Safety System (alþjóða neyðar- og öryggiskerfi fyrir sjófarendur).
    s)  „Skipajarðstöð“, færanleg jarðstöð til notkunar með samþykktri GMDSS-gervihnatta­þjón­ustu.
    t)  „Samþykkt GMDSS-gervihnattaþjónusta“, þjónusta veitt af fyrirtæki sem rekur gervi­hnatta­fjar­skiptakerfi samþykkt af Samgöngustofu fyrir GMDSS, sem meðal annars nýtist til neyðar­fjarskipta.
  2. 1. málsliður stafliðar e í 1. tölulið 6. reglu orðist svo: fjarskiptabúnaði til móttöku á öryggis­til­kynningum til sjófarenda, frá hópkallkerfi í samþykktri GMDSS-gervihnattaþjónustu, sé skipið í ferðum á einhverju hafsvæði, sem slík þjónusta nær til, en þar sem alþjóðleg NAVTEX-þjón­usta er ekki veitt.
  3. i-liður stafliðar f í 1. tölulið 6. reglu orðist svo: vera fær um að senda neyðarmerki, annað­hvort um þjónustu gervihnatta á pól­ferlum, sem starfa á tíðnunum 406 MHz til stað­setningar og 121,5 MHz til nærmiðunar (COSPAS/SARSAT) eða, sé skipið aðeins í ferðum innan svæðis, sem viðurkennd GMDSS-þjónusta nær til, um slíka þjónustu á 1,6 GHz tíðnisviðinu.
  4. Stafliður c í 2. tölulið 6. reglu orðist svo: fjarskiptabúnaði til móttöku á öryggistilkynningum til sjófarenda frá hópkallkerfi í samþykktri GMDSS-gervihnattaþjónustu samkvæmt staflið e í 1. tölulið.
  5. Í stað orðsins „INMARSAT“ í neðanmálsgrein 277 kemur: GMDSS.
  6. Í stað orðanna „þjónustu kyrrstæðu INMARSAT gervihnattanna“ í staflið e í 1. tölulið 7. reglu kemur: samþykkta GMDSS-gervihnattaþjónustu.
  7. Orðið „INMARSAT“ fellur brott í i- og ii-lið stafliðar e í 1. tölulið 7. reglu.
  8. Neðanmálsgrein 281 fellur brott.
  9. iii-liður stafliðar c í 1. tölulið 8. reglu orðist svo: í gegnum samþykkta GMDSS-gervihnatta­þjónustu. Þessu ákvæði má fullnægja með skipajarðstöð eða frífljótandi neyðarbaujunni, sem krafist er samkvæmt 6. reglu, staflið f í 1. tölulið, annaðhvort með því að koma frífljót­andi neyðar­baujunni fyrir nálægt eða að henni sé fjarstýrt frá þeim stað þaðan sem skipinu er að jafnaði stjórnað.
  10. Orðið „INMARSAT“ í staflið b í 3. tölulið 8. reglu fellur brott.
  11. Orðið „INMARSAT“ í staflið a í 1. tölulið 9. reglu fellur brott.
  12. iii-liður stafliðar d í 1. tölulið 9. reglu orðist svo: í gegnum samþykkta GMDSS-gervihnatta­þjónustu, með viðbótar skipa­jarðstöð eða með frífljótandi neyðarbaujunni, sem krafist er sam­kvæmt 6. reglu, staflið f í 1. tölulið, annaðhvort með því að koma frífljótandi neyðar­baujunni fyrir nálægt eða að henni sé fjarstýrt frá þeim stað þaðan sem skipinu er að jafnaði stjórnað.
  13. ii-liður stafliðar c í 2. tölulið 9. reglu orðist svo: í gegnum samþykkta GMDSS-gervihnatta­þjón­ustu. Þessu ákvæði má fullnægja með viðbótar skipajarðstöð eða með frífljótandi neyðar­baujunni, sem krafist er samkvæmt 6. reglu, staflið f í 1. tölulið, annaðhvort með því að koma frífljót­andi neyðarbaujunni fyrir nálægt eða að henni sé fjarstýrt frá þeim stað þaðan sem skipinu er að jafnaði stjórnað; og
  14. Orðið „INMARSAT“ í d-lið 1. töluliðar 11. reglu fellur brott.
  15. Orðið „INMARSAT“ í 2. tölulið 12. reglu fellur brott.
  16. Orðið „INMARSAT“ í staflið c í 7. tölulið a í 14. reglu fellur brott.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 24. gr. skipalaga nr. 66/2021, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 12. apríl 2024.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Hermann Sæmundsson.


B deild - Útgáfud.: 2. maí 2024