1. gr.
Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um skólahald samkvæmt erlendri eða alþjóðlegri námskrá og námsskipan.
2. gr.
1. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Reglugerðin tekur til viðurkenningar grunnskóla eða námsbrautar innan almenns grunnskóla sem starfar samkvæmt erlendri eða alþjóðlegri námskrá og námsskipan sem ráðuneytið viðurkennir. Enn fremur tekur reglugerð þessi til þjónustusamninga sveitarfélaga vegna skólahalds samkvæmt 4. mgr. 46. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, ákvörðunar framlaga úr sveitarsjóði, vanefnda og afturköllunar viðurkenningar.
3. gr.
2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Ráðherra er heimilt að viðurkenna grunnskóla eða námsbraut innan almenns grunnskóla sem starfar samkvæmt viðurkenndri erlendri eða alþjóðlegri námskrá og námsskipan. Í þeim tilvikum er ráðherra heimilt að veita undanþágur frá lögum og aðalnámskrá grunnskóla. Heimilt er að binda samþykki sveitarfélags við ákveðinn hámarksfjölda nemenda.
4. gr.
1. málsl. j-liðar 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
5. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 4. mgr. 46. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 28. nóvember 2018.
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Ásta Magnúsdóttir.
|