Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 590/2024

Nr. 590/2024 21. maí 2024

GJALDSKRÁ
fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni Matvælastofnunar.

I. KAFLI

Almenn ákvæði.

1. gr.

Tímagjald.

Tímagjald Matvælastofnunar fyrir þá þjónustu og verkefni sem stofnuninni eru falin í lögum og reglugerðum og heimilt er að taka gjald fyrir, sbr. kafla II–XI:

Almennt tímagjald 10.162 kr.
Tímagjald fyrir heilbrigðisskoðun sláturdýra og tengda þjónustu   8.099 kr.

Greitt er fyrir undirbúning og frágang ásamt tíma sem fer í ferðir fyrir hvert eftirlit eða veitta þjónustu. Greitt er fyrir hvern hafinn stundarfjórðung. Ekki er greitt hærra tímagjald en 1 klst. vegna keyrslu til og frá næstu starfsstöð Matvælastofnunar sem sinnir viðkomandi þjónustu að þeim stað þar sem þjónustuverkefnið fer fram.

 

2. gr.

Rannsóknakostnaður.

Kostnaður vegna sýnatöku, rannsókna sem og umsýslu á sýnum sem tekin eru í tengslum við lög­bundin verkefni skv. köflum II-IX greiðist af þjónustuþega skv. framlögðum reikningi. Sama á við um allar aðrar sýnatökur og greiningar sem eru tilkomnar vegna frávika hjá þjónustuþega.

Sú undantekning er gerð að þjónustuþegar greiða ekki fyrir aðskotaefna- og lyfjaleifasýni með búfénaði á býlum og eldisfiski skráningarskyldra fiskeldisfyrirtækja.

 

3. gr.

Innheimta.

Gjalddagi skal vera 15 dögum frá útgáfu reiknings. Eindagi gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er 15 dögum eftir gjalddaga. Heimilt er að krefjast dráttarvaxta af ógreiddri fjárkröfu frá og með gjalddaga og fram að greiðsludegi, sé reikningur ekki greiddur á eindaga. Heimilt er að innheimta kostnað sem hlýst af innheimtu gjalda séu þau ekki greidd á eindaga.

Reikningar verða gefnir út mánaðarlega fyrir þau verkefni og þjónustu sem stofnunin sinnir.

Matvælastofnun annast innheimtu gjalda samkvæmt reglugerð þessari. Rísi ágreiningur um gjald­skyldu eða önnur atriði er varða framkvæmd reglugerðarinnar sker matvælaráðherra úr þeim ágrein­ingi.

Innheimta má gjöld sem Matvælastofnun innheimtir skv. gjaldskrá þessari með fjárnámi án undan­gengins dóms eða sáttar.

 

II. KAFLI

Verkefni og þjónusta skv. lögum um matvæli, nr. 93/1995.

4. gr.

Leyfisveitingar.

Fyrir útgáfu starfsleyfis, skv. 9. gr., 13. gr. b. og 20. gr. laganna, sem og fyrir breytingar á útgefnum leyfum, skal greitt tímagjald skv. 1. gr.

 

5. gr.

Eftirlit og tilfallandi þjónustuverkefni.

Fyrir eftirlit með heilbrigðisskoðun á sláturdýrum, sbr. IV. kafla laganna, sem og reglubundið og annað tilfallandi eftirlit og úttektir, eftirfylgni, umsýslu og skjalaskoðun til að tryggja að ákvæði laganna og reglugerða sem settar eru grundvelli þeirra sé framfylgt, sbr. 6. gr. og XI. kafla laganna skal greitt tímagjald skv. 1. gr. Sama á við um verkefni sem tengjast þvingunarúrræðum skv. IX. kafla laganna.

Hér falla undir þjónustuverkefni sem Matvælastofnun sinnir með frumframleiðendum, kjöt­vinnslum og kjötpökkunarstöðvum, mjólkurstöðvum, eggjavinnslum, rannsóknastofum, slátur­húsum, matvæla­fyrirtækjum sem koma að meðferð, flutningi, geymslu, vinnslu og dreifingu sjávar­afurða sem og lífrænni framleiðslu.

 

6. gr.

Inn- og útflutningur.

Fyrir eftirlit, umsýslu, skjalaskoðun, úttektir og önnur verkefni, þ.m.t. útgáfu vottorða og stað­festinga, sem og móttöku tilkynninga, sem Matvælastofnun framkvæmir vegna inn- og útflutnings matvæla og innflutnings matvælasnertiefna, sbr. 6. gr. og 27. gr. a til 27. gr. d laganna, skal greitt tímagjald skv. 1. gr.

 

7. gr.

Framleiðsla, markaðssetning eða innflutningur matvæla með íblönduðu koffíni.

a.  Forskoðun.

Matvælastofnun innheimtir gjald skv. 1. gr. vegna forskoðunar á matvælum sem samanstendur af móttöku umsóknar, forskoðun, ákvörðun um áhættumat og umsýslu.

b.  Áhættumat.

Matvælastofnun innheimtir í kjölfar forskoðunar gjald skv. 1. gr. vegna mats á áhættu, skoðunar á áhættumati, umsýslu og útgáfu leyfis. Kostnaður fer eftir því hvort og til hve margra utanað­komandi sérfræðinga þarf að leita við áhættumatið.

c.  Endurmat/skoðun á áhættumati frá ytri aðila eða stjórnvaldi annars ríkis og vinna við ákvörðun.

Fyrir vinnu við ákvörðun stofnunarinnar skal greitt tímagjald skv. 1. gr.

 

III. KAFLI

Verkefni og þjónusta skv. lögum um velferð dýra, nr. 55/2013.

8. gr.

Leyfisveitingar og úttektir.

Fyrir leyfi til dýratilrauna og breytinga á slíkum leyfum, skv. II. kafla reglugerðar nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, skal greitt tímagjald skv. 1. gr.

 

9. gr.

Eftirlit.

Fyrir úttektir, eftirlit, eftirfylgni sem og vinnu við úrvinnslu tilkynninga sem Matvælastofnun framkvæmir til að tryggja að ákvæði laganna og reglugerða sem settar eru grundvelli þeirra sé fram­fylgt, sbr. 12. og 13. gr. laganna, er greitt tímagjald skv. 1. gr. Sama á við um verkefni sem tengjast þvingunarúrræðum skv. X. kafla laganna.

Þá er Matvælastofnun heimilt að innheimta útlagðan kostnað í þeim tilvikum þar sem stofnunin á grundvelli lagaheimildar getur falið öðrum aðilum að afla gagna um framkvæmd eftirlits fyrir stofn­unina.

 

IV. KAFLI

Verkefni og þjónusta skv. lögum um dýralækna og
heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998.

10. gr.

Eftirlit.

Fyrir eftirlit og aðrar skoðanir sem héraðsdýralæknar og aðrir dýralæknar og eftirlitsmenn sem starfa við umdæmisstofur stofnunarinnar sinna, sbr. 11. gr. laganna, skal greitt tímagjald skv. 1. gr.

 

V. KAFLI

Verkefni og þjónusta skv. lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990.

11. gr.

Leyfisveiting.

Fyrir útgáfu innflutningsleyfis og framkvæmd áhættumats, sbr. 2. gr. laganna og breytingar á útgefnum leyfum skal greitt tímagjald skv. 1. gr.

 

12. gr.

Eftirlit.

Fyrir eftirlit, umsýslu og skjalaskoðun sem Matvælastofnun framkvæmir skv. ákvæðum laganna og reglugerðum sem settar eru á grundvelli þeirra með innflutningi og útflutning dýra og erfðaefnis þeirra skal greitt tímagjald skv. 1. gr.

 

VI. KAFLI

Verkefni og þjónusta skv. lögum um eftirlit með fóðri,
áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.

13. gr.

Skráningarskylda.

Fyrir skráningu og aðrar tilkynningar fóður-, áburðar- eða sáðvörufyrirtækja, sem og skráningu og aðrar tilkynningar fyrir fóður og áburð, sbr. 4. og 5. gr. laganna skal greitt tímagjald skv. 1. gr.

 

14. gr.

Leyfisveitingar.

Fyrir útgáfu starfsleyfis fóðurfyrirtækja sem nota aukefni eða forblöndur í fóðurvörur, framleiða lyfjablandað fóður eða vinna fóður úr aukaafurðum dýra, sbr. 4. gr. laganna, skal greitt tímagjald skv. 1. gr.

 

15. gr.

Eftirlit.

Fyrir eftirlit, umsýslu og skjalaskoðun Matvælastofnunar sem stofnunin framkvæmir hjá fóður-, áburðar- og sáðvörufyrirtækjum, sbr. II. kafla laganna, til að tryggja að ákvæði laganna og reglu­gerða sem settar eru grundvelli þeirra sé framfylgt skal greitt tímagjald skv. 1. gr. Sama á við um verkefni sem tengjast þvingunarúrræðum skv. VI. kafla laganna.

 

16. gr.

Inn- og útflutningur.

Fyrir eftirlit, umsýslu, skjalaskoðun, úttektir og önnur verkefni, þ.m.t. útgáfu vottorða og stað­festinga, sem og móttaka tilkynninga, sem Matvælastofnun framkvæmir vegna inn- og útflutn­ings fóðurs, áburðar og sáðvöru skal greitt tímagjald skv. 1. gr.

 

VII. KAFLI

Verkefni og þjónusta skv. lögum um fiskeldi, nr. 71/2008.

17. gr.

Skráningarskylda.

Fyrir skráningu og aðrar tilkynningar fiskeldisstöðva, sbr. 5. gr. laganna, skal greitt tímagjald skv. 1. gr.

 

18. gr.

Leyfisveitingar.

Fyrir útgáfu rekstrarleyfis skv. 7. gr. laganna sem og fyrir breytingar á útgefnum leyfum, skal greitt tímagjald skv. 1. gr.

 

19. gr.

Eftirlit.

Fyrir eftirlit með starfsemi eftirlitsþega, þ.m.t. eftirlit með framleiðsluskýrslum, sem og þjónustu við eftirfylgni, úttektir og vottorð Matvælastofnunar til að tryggja að ákvæði laganna og reglugerða sem settar eru grundvelli þeirra sé framfylgt skal greitt tímagjald skv. 1. gr. Sama á við um verkefni sem tengjast þvingun og öðrum úrræðum sem kveðið er á um í VII. kafla laganna.

 

VIII. KAFLI

Verkefni og þjónusta skv. lögum um skeldýrarækt, nr. 90/2011.

20. gr.

Leyfisveitingar.

Fyrir útgáfu tilrauna- og ræktunarleyfis, sbr. 7. og 10. gr. laganna, sem og fyrir breytingar á útgefnum leyfum, skal greitt tímagjald skv. 1. gr.

 

21. gr.

Eftirlit.

Fyrir eftirlit Matvælastofnunar með skeldýraræktunarstöðvum, sbr. 12. gr. laganna, skal greitt tímagjald skv. 1. gr.

 

22. gr.

Önnur þjónusta.

Heilnæmiskönnun er skipulögð og framkvæmd af Matvælastofnun í samræmi við ákvæði laga og stjórnvaldsfyrirmæla þar að lútandi. Leyfishafi greiðir kostnað við heilnæmiskönnunina skv. fram­lögðum reikningi Matvælastofnunar og skal gjaldið ná til vinnu starfsmanna stofnunarinnar og rannsóknakostnaðar sem fellur til við könnunina.

 

IX. KAFLI

Verkefni og þjónusta skv. lögum um varnir gegn
sjúkdómum og meindýrum á plöntum, nr. 51/1981.

23. gr.

Eftirlit.

Fyrir eftirlit sem Matvælastofnun framkvæmir og við vinnu vegna útgáfu vottorða með gróðrar­stöðvum og öðrum ræktunaraðilum, dreifingaraðilum sem og inn- og útflytjendum, skal greiða tíma­­gjald skv. 1. gr.

 

X. KAFLI

Verkefni og þjónusta skv. lögum um útflutning hrossa, nr. 27/2011.

24. gr.

Eftirlit.

Fyrir eftirlit Matvælastofnunar með útflutningi hrossa, sbr. 2. gr. laganna, skal greitt tímagjald skv. 1. gr.

Flutningsaðili greiðir allan kostnað sem til fellur vegna veru dýralæknis í flutningsfari, sbr. 4. gr. laganna.

 

XI. KAFLI

Verkefni og þjónusta skv. lögum um dýrasjúkdóma
og varnir gegn þeim, nr. 25/1993.

24. gr.

Eftirlit.

Fyrir eftirlit, úttektir, leyfi, umsýslu og skjalaskoðun sem stofnunin framkvæmir vegna auka­afurða dýra til að tryggja að ákvæði laganna og reglugerða sem settar eru grundvelli þeirra sé framfylgt skal greiða tímagjald skv. 1. gr. Sama á við um verkefni sem tengjast þvingunarúrræðum vegna auka­afurða dýra.

 

XII. KAFLI

Önnur lögbundin gjöld.

25. gr.

Yrkisréttur skv. lögum nr. 58/2000.

a. Umsóknargjald skv. 6. mgr. 3. gr. 30.000 kr.
b. Athugun á skilyrðum fyrir vernd skv. 2. mgr. 9. gr. allt að 30.000 kr.
c. Útgáfa yrkisréttarskjals skv. 1. mgr. 12. gr. 3.000 kr.
d. Endurútgáfa yrkisréttarskjals skv. 2. mgr. 12. gr. 3.000 - 9.000 kr.

Reikningur skal gefinn út við móttöku erindis um þjónustu.

 

26. gr.

Vernd afurðarheita skv. lögum nr. 130/2014.

a. Umsóknargjald skv. 1. mgr. 21. gr. 75.000 kr.
b. Breyting á afurðarlýsingu skv. 2. mgr. 21. gr. 50.000 kr.

Reikningur skal gefinn út við móttöku erindis um þjónustu.

 

27. gr.

Yfirmat sláturafurða skv. lögum nr. 93/1995.

a. Yfirmat, fyrir hvert innvegið kg kjöts í sláturhúsi, sbr. 5. mgr. 13. gr. f. laganna 0,55 kr.

Reikningur skal gefinn út mánaðarlega.

 

XIII. KAFLI

Endurskoðun, gildistaka og lagastoð.

28. gr.

Endurskoðun gjaldskrár.

Gjaldskrá þessa skal endurskoða fyrir lok hvers árs.

 

29. gr.

Gildistaka og lagastoð.

Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 25. og 26. gr. laga um matvæli nr. 93/1995, 11. gr. laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr nr. 66/1998, 8. og 8. gr. a. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, 15. gr. laga nr. 90/2011 um skeldýrarækt, 33. gr. laga nr. 55/2013 um vel­ferð dýra, 18. gr. a laga nr. 54/1990 um innflutning dýra, 14. og 14. gr. a. laga nr. 71/2008 um fisk­eldi, 2. mgr. 3. gr. laga nr. 51/1981 um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum, 2. gr. laga nr. 27/2011 um útflutning hrossa og 13. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993.

Gjaldskráin öðlast þegar gildi en kemur til framkvæmda frá og með 1. júní 2024, og um leið falla brott gjaldskrár nr. 390/2022, nr. 391/2022 og nr. 392/2022.

 

Matvælaráðuneytinu, 21. maí 2024.

 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Iðunn María Guðjónsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 22. maí 2024