1. gr.
Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða kostnað vegna tæknifrjóvgunar samkvæmt gjaldskrá þessari, sbr. reglugerð nr. 1239/2018 um þátttöku sjúkratrygginga íkostnaði við tæknifrjóvganir sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.
2. gr.
Endurgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands reiknast út frá eftirfarandi gjaldskrá (heildarverð):
Gjaldskrárnr. |
Heiti læknisverks |
Krónur |
57-061-09 |
Glasafrjóvgun (ICSI/IVF), almenn greiðsluþátttaka vegna frjósemisvanda (5% fyrsta meðferð, 65% meðferð tvö til fjögur, sbr. 1. og 2. tl. 3. gr. reglugerðar nr. 1239/2018) |
480.000 |
57-060-09 |
Eggheimta fyrir konur með yfirvofandi ófrjósemisvanda, geymslugjald |
384.000 |
|
greitt árlega |
|
57-060-12 |
Eggheimta ásamt glasafrjóvgun fyrir konur með yfirvofandi ófrjósemisvanda, fósturvísir frystur |
480.000 |
57-060-10 |
Glasafrjóvgun (ICSI/IVF), fyrsta meðferð eftir lyfja- eða geislameðferð, beinmergsflutning |
480.000 |
57-062-02 |
Ástunga á eista (PESA/TESA) |
85.000 |
57-062-03 |
Frysting sáðfruma |
25.000 |
57-062-04 |
Geymslugjald á ári á frystum eggjum/sáðfrumum/fósturvísum |
25.000 |
57-062-10 |
Afþíðing og frjóvgun eggja |
336.000 |
57-062-12 |
Uppsetning á frystum fósturvísi |
202.000 |
Ef verð þjónustunnar er lægra en gjaldskrá þessi kveður á um skal endurgreiðslan miðuð við verð þjónustunnar.
Ef ekki er unnt að ljúka meðferð, sem hafin er, greiða Sjúkratryggingar Íslands 20% af heildarverði meðferðarinnar, sbr. ofangreinda gjaldskrá.
Innifalið í meðferð skv. ofangreindum gjaldskrárliðum teljast eftir því sem við á skoðanir og viðtöl sérfræðinga, mælingar á β-HCG og nauðsynleg lyf vegna meðferðarinnar, þó ekki örvunarlyf eggjastokka.
3. gr.
Gjaldskrá þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 38. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar og reglugerð nr. 1239/2018, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og er gildistími sá sami og kveðið er á um í reglugerð nr. 1239/2018.
Sjúkratryggingum Íslands, 30. júní 2023.
F.h. forstjóra,
Ingibjörg Kr. Þorsteinsdóttir.
Júlíana Hansdóttir Aspelund.
|