Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 233/2023

Nr. 233/2023 7. mars 2023

REGLUGERÐ
um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1793 um samþykki fyrir breytingum á tækniskjali fyrir landfræðilega merkingu fyrir brenndan drykk, sem er skráður í III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 110/2008, sem leiðir til breytinga á nákvæmum skilgreiningum fyrir hann („Ron de Guatemala“ (GI)).

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XXVII. kafla II. viðauka samn­ingsins (brenndir drykkir), gilda hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Innflutningur og markaðssetning á brenndum drykkjum er heimil eftir því sem tilgreint er í XXVII. kafla II. viðauka samningsins.

 

2. gr.

Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtalin ESB-gerð gildi hér á landi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1793 frá 20. nóvember 2018 um samþykki fyrir breytingum á tækniskjali fyrir landfræðilega merkingu fyrir brenndan drykk, sem er skráður í III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 110/2008, sem leiðir til breytinga á nákvæmum skil­greiningum fyrir hann („Ron de Guatemala“ (GI)). Reglugerðin var felld inn í EES-samn­inginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2022, frá 18. mars 2022. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 45, frá 7. júlí 2022, bls. 39.

 

3. gr.

Tollyfirvöld hafa eftirlit með því að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt í samræmi við 132. gr. tollalaga nr. 88/2005.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar hafa eftir­lit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995, um matvæli, sbr. 29. gr. laga nr. 130/2014, um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, land­svæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 40., sbr. 27. gr. laga um vernd afurðarheita sem vísa til upp­runa, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu nr. 130/2014, með síðari breytingum, og 31. gr. a laga um matvæli nr. 93/1995, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 7. mars 2023.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Margrét Björk Sigurðardóttir.


B deild - Útgáfud.: 10. mars 2023