1. gr.
Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 676/2019, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 staðfestir ráðuneytið breytingu á sérstökum viðbótarskilyrðum vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélagi vegna sérstakra aðstæðna í kjölfar heimsfaraldursins COVID-19:
Grýtubakkahreppur vegna Grenivíkur.
Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Grýtubakkahrepps með eftirfarandi viðauka/breytingum:
|
a) |
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt þannig að 1/3 hluti byggðakvótans skiptist jafnt milli þeirra skipa sem sækja um og 2/3 hlutum skal skipt í hlutfalli við úthlutað aflamark sömu skipa fyrir fiskveiðiárið 2019/2020. |
|
b) |
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er heimilt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu á fiskmarkað án vinnsluskyldu, á tímabilinu frá 13. maí 2020 til 31. ágúst 2020. |
2. gr.
Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 13. maí 2020.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
|