Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 440/2020

Nr. 440/2020 13. maí 2020

AUGLÝSING
um breytingu á auglýsingu nr. 252/2020, um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta.

1. gr.

Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 676/2019, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fisk­veiði­árinu 2019/2020 staðfestir ráðuneytið breytingu á sérstökum viðbótarskilyrðum vegna úthlut­unar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélagi vegna sérstakra aðstæðna í kjölfar heims­faraldurs­ins COVID-19:

Grýtubakkahreppur vegna Grenivíkur.

Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Grýtubakkahrepps með eftir­farandi viðauka/breytingum:

  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla­marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiski­skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggða­kvóta í einstökum sveitar­félögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt þannig að 1/3 hluti byggðakvótans skiptist jafnt milli þeirra skipa sem sækja um og 2/3 hlutum skal skipt í hlutfalli við úthlutað aflamark sömu skipa fyrir fiskveiðiárið 2019/2020.
  b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er heimilt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu á fiskmarkað án vinnsluskyldu, á tímabilinu frá 13. maí 2020 til 31. ágúst 2020.

 

2. gr.

Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fisk­veiða, öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 13. maí 2020.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jóhann Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 13. maí 2020