1. gr.
23. gr. reglnanna, um iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, breytist og orðast svo:
Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Fjórða stigs próf frá vélstjórnarbraut Tækniskólans (áður Vélskóla Íslands), próf frá háskólagrunni Háskólans í Reykjavík og lokapróf frá verk- og raunvísindadeild háskólabrúar Keilis teljast sambærileg stúdentsprófi. Ef um er að ræða próf frá erlendum skóla er gerð krafa um að umsækjandi skilji ritaða og talaða íslensku.
Æskilegur undirbúningur fyrir nám í verkfræði: Sterklega er mælt með að minnsta kosti 40 einingum í stærðfræði og 50 einingum í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 10 einingum í eðlisfræði).
Æskilegur undirbúningur fyrir nám í tölvunarfræði: Sterklega er mælt með að minnsta kosti 35 einingum í stærðfræði.
2. gr.
24. gr. reglnanna, um jarðvísindadeild, breytist og orðast svo:
Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Próf frá háskólagrunni Háskólans í Reykjavík og lokapróf frá verk- og raunvísindadeild háskólabrúar Keilis teljast sambærileg stúdentsprófi. Ef um er að ræða próf frá erlendum skóla er gerð krafa um að umsækjandi skilji ritaða og talaða íslensku.
Nauðsynlegur undirbúningur fyrir nám í jarðfræði: 35 einingar í stærðfræði og 50 einingar í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 einingar í eðlisfræði, 10 einingar í efnafræði og 10 einingar í jarðfræði.
Nauðsynlegur undirbúningur fyrir nám í jarðeðlisfræði: 35 einingar í stærðfræði og 50 einingar í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 einingar í eðlisfræði, 10 einingar í efnafræði og 10 einingar í jarðfræði.
Æskilegur undirbúningur fyrir nám í jarðeðlisfræði: Sterklega er mælt með að minnsta kosti 40 einingum í stærðfræði.
Undanþágur eru gerðar frá kröfum um einingafjölda ef tilefni þykir til.
3. gr.
25. gr. reglnanna, um líf- og umhverfisvísindadeild, breytist og orðast svo:
Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Próf frá háskólagrunni Háskólans í Reykjavík og lokapróf frá háskólabrú Keilis teljast sambærileg stúdentsprófi. Ef um er að ræða próf frá erlendum skóla er gerð krafa um að umsækjandi skilji ritaða og talaða íslensku.
Æskilegur undirbúningur fyrir nám í líffræði: 35 einingar í stærðfræði og 50 einingar í náttúrufræðigreinum, þar af a.m.k. 10 einingar í eðlisfræði, 10 einingar í efnafræði og 10 einingar í líffræði. Sé lokapróf umsækjanda frá háskólabrú Keilis skal það vera frá verk- og raunvísindadeild háskólabrúar.
4. gr.
Í stað núverandi 1. mgr. 26. gr. reglnanna, um rafmagns- og tölvuverkfræðideild, koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Fjórða stigs próf frá vélstjórnarbraut Tækniskólans (áður Vélskóla Íslands), próf frá háskólagrunni Háskólans í Reykjavík og lokapróf frá verk- og raunvísindadeild háskólabrúar Keilis teljast sambærileg stúdentsprófi. Ef um er að ræða próf frá erlendum skóla er gerð krafa um að umsækjandi skilji ritaða og talaða íslensku.
Æskilegur undirbúningur fyrir nám í verkfræði: Sterklega er mælt með að minnsta kosti 40 einingum í stærðfræði og 50 einingum í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 10 einingum í eðlisfræði).
5. gr.
27. gr. reglnanna, um raunvísindadeild, breytist og orðast svo:
Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi sem inniheldur a.m.k. 35 einingar í stærðfræði og 50 einingar í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 einingar í eðlisfræði, 10 einingar í efnafræði og 10 einingar í líffræði. Undanþágur eru gerðar frá kröfum um einingafjölda ef tilefni þykir til.
Próf frá háskólagrunni Háskólans í Reykjavík og lokapróf frá verk- og raunvísindadeild háskólabrúar Keilis teljast sambærileg stúdentsprófi. Ef um er að ræða próf frá erlendum skóla er gerð krafa um að umsækjandi skilji ritaða og talaða íslensku.
Eindregið er mælt með að umsækjendur um nám í lífeinda- og sameindalíffræði, sem er sameiginlega á ábyrgð raunvísindadeildar og líf- og umhverfisvísindadeildar, hafi lokið 35 einingum í stærðfræði og 50 einingum í raungreinum, þar af a.m.k. 10 einingum í eðlisfræði, 10 einingum í efnafræði og 10 einingum í líffræði.
Fyrir nám í eðlisfræði og stærðfræði er sterklega mælt með að minnsta kosti 40 einingum í stærðfræði.
6. gr.
28. gr. reglnanna, um umhverfis- og byggingarverkfræðideild, breytist og orðast svo:
Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Fjórða stigs próf frá vélstjórnarbraut Tækniskólans (áður Vélskóla Íslands), próf frá háskólagrunni Háskólans í Reykjavík og lokapróf frá verk- og raunvísindadeild háskólabrúar Keilis teljast sambærileg stúdentsprófi. Ef um er að ræða próf frá erlendum skóla er gerð krafa um að umsækjandi skilji ritaða og talaða íslensku.
Æskilegur undirbúningur fyrir nám í verkfræði: Sterklega er mælt með að minnsta kosti 40 einingum í stærðfræði og 50 einingum í náttúrufræðigreinum (þar af minnst 10 einingum í eðlisfræði).
7. gr.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fenginni tillögu verkfræði- og náttúruvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 12. febrúar 2020.
Jón Atli Benediktsson
|