Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1466/2022

Nr. 1466/2022 9. desember 2022

AUGLÝSING
um breytingu á gjaldskrá fyrir kattahald í Akureyrarbæ, nr. 1517/2020.

1. gr.

Í 3. gr. gjaldskrárinnar kemur nýtt ákvæði í stað núgildandi ákvæðis sem orðast svo:

Handsömunargjald og daggjald.

Gjald vegna handsömunar skráðs kattar greiðist við afhendingu kr. 15.000.

Gjald vegna handsömunar óskráðs kattar greiðist við afhendingu kr. 45.000.

Umsýslugjald vegna óskráðra katta greiðist við hverja umsýslu kr. 45.000.

Að auki skal greiða daggjald kr. 3.850, fyrir hvern heilan dag, fyrir þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi kattar, þ.m.t. útkall starfsmanns, fóðrun og auglýsingar. Óskráða ketti má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu.

 

2. gr.

Auglýsing þessi um breytingu á gjaldskránni öðlast gildi við birtingu.

Samþykkt í bæjarstjórn Akureyrarbæjar 6. desember 2022.

 

F.h. Akureyrarbæjar, 9. desember 2022,

 

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður/persónuverndarfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 23. desember 2022