1. gr.
Við viðauka IX í fylgiskjali 1, bætist við ný málsgrein, svohljóðandi:
Framkvæma skal kjarnsýrupróf (e. Nucleic Acid Test) til greiningar á eftirfarandi blóðbornum smitsjúkdómum frá og með 1. júlí 2025:
- lifrarbólgu B (HBV),
- lifrarbólgu C (HCV),
- eyðniveiru 1 og 2 (HIV).
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. tölul. 1. mgr. 109. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 og 2. mgr. 7. gr. a. og 38. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, öðlast þegar gildi. Á sama tíma fellur á brott reglugerð nr. 407/2024 um (6.) breytingu á reglugerð nr. 441/2006 um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs.
Heilbrigðisráðuneytinu, 12. september 2024.
Willum Þór Þórsson.
|