1. gr.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar ákveður og innheimtir gjöld árlega fyrir söfnun og meðhöndlun úrgangs í Hveragerðisbæ í samræmi við ákvæði 1. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Þá er Hveragerðisbæ heimilt að innheimta gjald fyrir alla aðra meðhöndlun úrgangs, uppsetningu og rekstur nauðsynlegra innviða í samræmi við 2. mgr. 23. gr. laganna.
2. gr.
Innheimta skal gjald fyrir meðhöndlun úrgangs í Hveragerðisbæ samkvæmt eftirfarandi fyrir íbúðarhúsnæði:
Fast gjald fyrir hvert heimili: |
|
Tegund |
Gjald kr. á ári |
Fast gjald pr. heimili |
15.000 |
|
|
Gjald fyrir blandaðan heimilisúrgang: |
Tegund íláts og hirða |
Gjald kr./ílát á ári |
140 l spartunna |
22.000 |
240 l tunna |
40.000 |
660 l tunna |
55.000 |
1.100 l tunna |
95.000 |
140/100 l tvískipt blandaður/lífrænn |
35.000 |
|
|
Gjald fyrir flokkaðan heimilisúrgang, pappírsefni: |
Tegund íláts og hirða |
Gjald kr./ílát á ári |
140 l tunna |
3.000 |
240 l tunna |
5.000 |
660 l tunna |
12.500 |
|
|
Gjald fyrir flokkaðan heimilisúrgang, plastefni: |
Tegund íláts og hirða |
Gjald kr./ílát á ári |
140 l tunna |
3.000 |
240 l tunna |
5.000 |
660 l tunna |
12.500 |
|
|
Gjald fyrir flokkaðan heimilisúrgang, lífúrgangur: |
Tegund íláts og hirða |
Gjald kr./ílát á ári |
120 l brún tunna |
5.000 |
240 l brún tunna |
9.000 |
Fast gjald verður kr. 15.000 á íbúðarhúsnæði. Innifalið í fastagjaldinu er móttaka á gleri, textíl og málmum í grenndarstöðvum sveitarfélagsins auk hlutdeildar í föstum kostnaði við sorphirðuna. Gjaldi fyrir tunnur er ætlað að standa undir kostnaði við ílát, hirðu og förgun eða endurvinnslu úrgangs.
3. gr.
Gjaldið skal innheimt með fasteignagjöldum og er gjalddagi gjalda vegna meðhöndlunar úrgangs hinn sami og fasteignagjalda. Gjöld skulu tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign tvö ár eftir gjalddaga þegar leyfi eða þjónusta er tengd notkun fasteignar.
4. gr.
Gjaldskrá þessi er samþykkt af bæjarstjórn Hveragerðisbæjar 27. nóvember 2024 með heimild í 5. mgr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 2. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, til þess að öðlast gildi 1. janúar 2025. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Hveragerðisbæ nr. 1717/2023.
Hveragerði, 27. nóvember 2024.
Pétur G. Markan bæjarstjóri.
|