Hinn 27. september 2019 var finnska utanríkisráðuneytinu tilkynnt um staðfestingu Íslands á bókun sem gerð var í Helsinki þann 29. ágúst 2018 um breytingu á samningnum milli Norðurlanda til að komast hjá tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og eignir frá 23. september 1996,1 sbr. bókanir um breytingar á samningnum frá 6. október 1997 og 4. apríl 2008.
Bókunin öðlaðist gildi 28. nóvember 2019 og er birt sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.
Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.
Utanríkisráðuneytinu, 18. desember 2019.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal)
____________ 1 Sjá nr. 11/1997 í C-deild Stjórnartíðinda.
|